Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 31
fjölbreyttari að gerð en í regnskógum hitabeltisins. Sumar ættir eru eitraðri en aðrar og eitruðustu ættirnar eru yf- irleitt að mestu trópískar, t.d. Apocynaceae, Asclepidaceae, Ana- cardiaceae, Euphorbiaceae og Sa- potaceae. Af öðrum eitruðum ættum sem eiga marga fulltrúa bæði í hita- belti og tempraða beltinu, má nefna Fabaceae (ertublómaættina) og Sola- naceae (kartöfluættina). Allar ættirn- ar sem hér hafa verið taldar upp eru tvíkímblöðungar. Eina ætt einkím- blöðunga, sem virðist innihalda marg- ar eitraðar plöntur, er Liliaceae (lilju- ættin). Sárafáar hitabeltisplöntur hafa verið efnagreindar með tilliti til ann- ars stigs efna en víst er að í þeim er að finna mikla og enn ónýtta auðlind efna sem gæti verið gífurlega verðmæt sem alls kyns lyf. NÆRINGARSNAUÐUR JARÐVEGUR Sums staðar í hitabeltinu, t.d. við ár og árósa, í fjallshlíðum eða á eldfjalla- svæðum, finnst frjósamur jarðvegur. Undir stærstum hluta láglendisregn- skóganna, sem eru jafnframt tegunda- auðugustu og hávöxnustu skógarnir, er jarðvegurinn hins vegar mjög rýr og hentar illa til ræktunar (sjá t.d. Smith 1981). Það gæti því virst vera ein- kennileg þversögn að sá jarðvegur sem ber mestan lífmassa af öllum vist- kerfum jarðar skuli vera bæði ófrjór og næringarsnauður. Jarðvegur er blanda ólífrænna og lífrænna efna. Ólífræni hlutinn mynd- ast við niðurbrot og ummyndun berg- tegunda en lífræni hlutinn er blanda misrotnaðra lífveruleifa, aðallega plantna. I jarðvegi lifir líka fjölbreytt samfélag örvera og smádýra og er þetta samfélag órjúfanlegur hluti jarð- vegs. Jarðvegsmyndun er ferli sem tekur langan tíma, oftast hundruð eða þúsundir ára og ræðst af samspili margra þátta, s. s. bergtegundum, loftslagi, landslagi og af þeim lífverum sem í jarðveginum eru. Síðast en ekki síst mótast eiginleikar jarðvegs svo af aldri hans. Hraði efnaveðrunar ræðst mjög af loftslagi en veðrun er hröðust þar sem saman fer mikill hiti og mikill raki. Jarðvegur regnskóganna er gam- all og hann er á heitustu og rökustu svæðum jarðar. Það þarf því ekki að koma á óvart að hann einkennist framar öðru af mikilli veðrun og út- skolun allra auðleystra efnasam- banda, enda er t.d. „ultisol“ vísinda- heiti fyrir þá jarðvegsgerð sem út- breiddust er í Suðaustur-Asíu. Aðeins torleystustu efnasambönd sitja eftir; járn- og áloxíð. Þessi jarðvegur er rauður á lit og snauður af næringar- efnum. Fallin laufblöð mynda þunnt lag ofan á honum en lífrænar leifar í jarðveginum sjálfum eru sáralitlar. Stærstan hluta næringarefnanna er að finna í efstu 5 cm (Smith 1981). Niður- brot lífrænna leifa er mjög hratt. Jafn- skjótt og lífverur deyja eða blöð falla til jarðar eru þau brotin niður af ör- verum. Athyglisvert er að rætur plantna, einnig stórra trjáa, liggja mjög grunnt (3. & 10. mynd). Aðal- rótarlagið er alveg efst í jarðveginum og þessar rætur sjá um upptöku nær- ingarefna um leið og niðurbrot örvera skilar þeim á aðgengilegu formi. Eins og minnst var á áður, hafa flestöll, eða jafnvel öll trén svepprætur. Sum hafa nær engar fínar rætur eða rótar- hár og hjá þeim hlýtur sveppurinn að sjá urn svo að segja alla upptöku vatns og næringarefna. A heimskautasvæðum er veðrun hæg og jarðvegsfánan fáliðuð og að- eins virk lítinn hluta ársins. Niðurbrot lífrænna leifa verður því einskonar flöskuháls í hringrás næringarefna. Leifarnar brotna hægt niður og mest- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.