Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 24
6. mynd. Snúinn stofn klifur-
pálmans Corypha umbraculi-
fera (pálmaætt). Blöðin sitja öll
miklu ofar. Myndin er tekin í
Grasagarðinum í Singapore.
The twisted, rope-like stem of
the liane Corypha umbraculi-
fera (Arecaceae). Its leaves are
higher up in the canopy. Singa-
pore Botanic Gardens. Ljósm.
photo Þóra Ellen Þórhallsdótt-
ir.
kyrkiplöntur (sem setjast á tré og
„kyrkja" það oft að lokum), löng og
mjó tré sem minna á súlur, tré með
breiðar en flatar krónur, tré með
hvelfdar krónur, alls konar pálmar og
stöku runni. Ein gerð plantna er þó
sjaldgæf; í skóginum sjálfum eru næst-
um allar tegundir fjölærar. Einærar
plöntur eru bundnar við opin svæði,
t.d. rjóður og árbakka. Trjákenndu
klifurplönturnar (6. mynd) eru af
mörgum tegundum en alþjóðlegt sam-
heiti yfir þær er „liane“ eða „liana“.
Þessar plöntur eru oft margir tugir
metra að lengd, en þær lengstu hafa
mælst hátt á þriðja hundrað metra (sjá
Richards 1952). Klifurpálmarnir, sem
sagt verður frá seinna, teljast til líana
en yfirgnæfandi meirihluti þessara klif-
urplantna eru samt tvíkímblöðungar.
Eins og áður sagði eru ásæturnar
margar (7. mynd); burknar, brönu-
grös, kaktusar og sveigblöðkur (eða
brómelíadar sem eru náskyldir
ananasplöntunni). Tveir síðastnefndu
hóparnir eru bundnir við regnskóga
Suður-Ameríku. Sumar þessara ásæta
nota trén aðeins sem undirlag (beð).
Þær hafa loftrætur og verða að fá alla
sína næringu úr því sem berst með
regnvatninu. Með tímanum myndast í
mörgum þeirra skál sem vatn og rotn-
andi blöð sitja í og sem plönturnar
geta nýtt sér til næringar. Aðrar ásæt-
18
I