Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 24
6. mynd. Snúinn stofn klifur- pálmans Corypha umbraculi- fera (pálmaætt). Blöðin sitja öll miklu ofar. Myndin er tekin í Grasagarðinum í Singapore. The twisted, rope-like stem of the liane Corypha umbraculi- fera (Arecaceae). Its leaves are higher up in the canopy. Singa- pore Botanic Gardens. Ljósm. photo Þóra Ellen Þórhallsdótt- ir. kyrkiplöntur (sem setjast á tré og „kyrkja" það oft að lokum), löng og mjó tré sem minna á súlur, tré með breiðar en flatar krónur, tré með hvelfdar krónur, alls konar pálmar og stöku runni. Ein gerð plantna er þó sjaldgæf; í skóginum sjálfum eru næst- um allar tegundir fjölærar. Einærar plöntur eru bundnar við opin svæði, t.d. rjóður og árbakka. Trjákenndu klifurplönturnar (6. mynd) eru af mörgum tegundum en alþjóðlegt sam- heiti yfir þær er „liane“ eða „liana“. Þessar plöntur eru oft margir tugir metra að lengd, en þær lengstu hafa mælst hátt á þriðja hundrað metra (sjá Richards 1952). Klifurpálmarnir, sem sagt verður frá seinna, teljast til líana en yfirgnæfandi meirihluti þessara klif- urplantna eru samt tvíkímblöðungar. Eins og áður sagði eru ásæturnar margar (7. mynd); burknar, brönu- grös, kaktusar og sveigblöðkur (eða brómelíadar sem eru náskyldir ananasplöntunni). Tveir síðastnefndu hóparnir eru bundnir við regnskóga Suður-Ameríku. Sumar þessara ásæta nota trén aðeins sem undirlag (beð). Þær hafa loftrætur og verða að fá alla sína næringu úr því sem berst með regnvatninu. Með tímanum myndast í mörgum þeirra skál sem vatn og rotn- andi blöð sitja í og sem plönturnar geta nýtt sér til næringar. Aðrar ásæt- 18 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.