Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 61
Jón Benjamínsson og Páll Imsland Leiðrétting Landris, landsig og sjávarstöðubreytingar í grein Jóns Benjamínssonar, Jarð- hiti í sjó og flæðarmáli við ísland, sem birtist í Náttúrufræðingnum, 3.h. 58. árg. 1988 slæddist inn meinleg prent- villa sem hér er vakin athygli á. Á bls. 166 í 12. línu að neðan í fyrra dálki er rætt um rúmlega þriggja millimetra landris að meðaltali á ári í Reykjavík- urhöfn. Nú er það hins vegar vel þekkt að landsig á sér stað á öllu Suðvestur- landi og hefur það verið í gangi um langan tíma. Á 1. mynd má sjá niður- stöður mælinga Sjómælinga íslands úr Reykjavíkurhöfn á tímabilinu 1957- 1982 og til þeirra vitnaði Jón Benja- mínsson í grein sinni. I greininni átti því að sjálfsögðu að standa „landsigs“ í stað „landriss". Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum og bent á að leiðrétta þetta í heftum sínum svo ekki valdi misskilningi síð- ar. Meðfram allri strönd Suðvestur- lands, a.m.k. ofan úr Borgarfirði suð- ur og austur um með allri strönd Reykjanesskagans og austur fyrir Stokkseyri er ágangur sjávar á strönd- ina slíkur að í stórviðrum getur hann valdið tjóni. Þetta hefur þráfaldlega gerst og því hafa verið byggðir varnar- garðar og önnur mannvirki til að hindra tjón við flestar eða allar strandbyggðir á Suðvesturlandi, sama hvort þær eru höfuðborg landsins eða einangraður bær eins og Isólfsskáli. Slík gerist ekki þar sem land er í kyrr- stöðu eða er að rísa. Um þetta er til greinargott yfirlit unnið af Fjarhitun h.f. 1983 og 1984 og um þetta fjallar Jón Jónsson í grein 1985. Sjávarstöðubreytingarnar hafa verið mældar í Reykjavíkurhöfn um alllangt árabil af Sjómælingum íslands og eru það einu langtímamælingarnar sem eru til á afstöðubreytingum láðs og lagar við landið. Undangenginn rúm- an áratug hefur Hafnamálastofnun ríkisins mælt sjávarstöðu um skamm- an tíma í ýmsum höfnum á landinu. Nú hefur Páll Einarsson á Raunvís- indastofnun Háskólans nýlega gert mælingar á þessu á tveim stöðum. Hefur hann tengt mælingar sínar og mælingar Hafnamálastofnunar við al- mennar nákvæmnismælingar á land- inu sem gerðar eru með aðstoð gervi- tungla, svo kallaðar GPS-mælingar (Global Positioning System). Tímabært er að komið verði á fót kerfisbundnum mælingum á sjávar- stöðubreytingum allt í kring um land- ið. Suðvesturhornið er ekki eini stað- urinn sem er að breytast. Það er orðið mjög vel ljóst að Suðausturland er að rísa og rís hratt, en fyrir síðustu alda- mót var þar Iand að síga. Það er nrikil- vægt að hafa staðgóða þekkingu á Náttúrufræöingurinn 59 (1), bls. 55-56, 1989. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.