Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 61
Jón Benjamínsson og Páll Imsland Leiðrétting Landris, landsig og sjávarstöðubreytingar í grein Jóns Benjamínssonar, Jarð- hiti í sjó og flæðarmáli við ísland, sem birtist í Náttúrufræðingnum, 3.h. 58. árg. 1988 slæddist inn meinleg prent- villa sem hér er vakin athygli á. Á bls. 166 í 12. línu að neðan í fyrra dálki er rætt um rúmlega þriggja millimetra landris að meðaltali á ári í Reykjavík- urhöfn. Nú er það hins vegar vel þekkt að landsig á sér stað á öllu Suðvestur- landi og hefur það verið í gangi um langan tíma. Á 1. mynd má sjá niður- stöður mælinga Sjómælinga íslands úr Reykjavíkurhöfn á tímabilinu 1957- 1982 og til þeirra vitnaði Jón Benja- mínsson í grein sinni. I greininni átti því að sjálfsögðu að standa „landsigs“ í stað „landriss". Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum og bent á að leiðrétta þetta í heftum sínum svo ekki valdi misskilningi síð- ar. Meðfram allri strönd Suðvestur- lands, a.m.k. ofan úr Borgarfirði suð- ur og austur um með allri strönd Reykjanesskagans og austur fyrir Stokkseyri er ágangur sjávar á strönd- ina slíkur að í stórviðrum getur hann valdið tjóni. Þetta hefur þráfaldlega gerst og því hafa verið byggðir varnar- garðar og önnur mannvirki til að hindra tjón við flestar eða allar strandbyggðir á Suðvesturlandi, sama hvort þær eru höfuðborg landsins eða einangraður bær eins og Isólfsskáli. Slík gerist ekki þar sem land er í kyrr- stöðu eða er að rísa. Um þetta er til greinargott yfirlit unnið af Fjarhitun h.f. 1983 og 1984 og um þetta fjallar Jón Jónsson í grein 1985. Sjávarstöðubreytingarnar hafa verið mældar í Reykjavíkurhöfn um alllangt árabil af Sjómælingum íslands og eru það einu langtímamælingarnar sem eru til á afstöðubreytingum láðs og lagar við landið. Undangenginn rúm- an áratug hefur Hafnamálastofnun ríkisins mælt sjávarstöðu um skamm- an tíma í ýmsum höfnum á landinu. Nú hefur Páll Einarsson á Raunvís- indastofnun Háskólans nýlega gert mælingar á þessu á tveim stöðum. Hefur hann tengt mælingar sínar og mælingar Hafnamálastofnunar við al- mennar nákvæmnismælingar á land- inu sem gerðar eru með aðstoð gervi- tungla, svo kallaðar GPS-mælingar (Global Positioning System). Tímabært er að komið verði á fót kerfisbundnum mælingum á sjávar- stöðubreytingum allt í kring um land- ið. Suðvesturhornið er ekki eini stað- urinn sem er að breytast. Það er orðið mjög vel ljóst að Suðausturland er að rísa og rís hratt, en fyrir síðustu alda- mót var þar Iand að síga. Það er nrikil- vægt að hafa staðgóða þekkingu á Náttúrufræöingurinn 59 (1), bls. 55-56, 1989. 55

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.