Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 47
varnir. í fæstum tilfellum liggur þó fyrir ítarlegt eðlisfræðilegt líkan af viðkomandi eldstöð sem gerir kleift að skilja goshegðun hennar yfir nokkra mánuði eða ár sem hluta af heildarmynd af þróun sambærilegra eldstöðva yfir tugi þúsunda eða hundruð þúsunda ára. Svo lengi sem slíka heildarmynd vantar verður alltaf óljóst hvaða breytingar verða á inn- viðum eldfjallsins við tiltekna skamm- vinna virkni og hvaða áhrif breyting- ar, svo sem á Iögun og stærð kviku- hólfs og spennusviði næst því, hafa á síðari goshegðun eldfjallsins. í eldfjallafræði eins og öðrum vís- indagreinum er markmiðið ekki að- eins að skynja og skrá tiltekin ferli og fyrirbæri, heldur einnig að skilja þau. Til að öðlast skilning á eldstöðvakerf- um verður að rannsaka þau sem eru virk í dag en einnig, og ekki síður, útkulnuð kerfi þar sem unnt er að fá góða mynd af innviðum og byggingu eldstöðvakerfa sem eru sambærileg við þau sem nú eru virk. Einn vísir að slíkum skilningi á langtíma þróun eld- stöðvakerfa er að kanna og skýra gostíðni þeirra, sem er markmið þess- arar greinar. FORSENDUR LÍKANS Það líkan sem hér verður rætt gildir einungis um eldstöðvakerfi á gosbelt- um þar sem byggist upp afstæð tog- spenna milli gosa. Með afstæðri tog- spennu er átt við eftirfarandi. Ef engir kraftar aðrir en þyngdarkrafturinn orka á jarðskorpuna, veldur jarðlaga- fargið því að alls staðar ríkir þrýsti- spenna í skorpunni. Ef að auki orkar togkraftur á skorpuna léttir hann á þrýstispennunni og sá léttir eða minnkun þrýstispennu vegna togkrafts kallast afstæð togspenna. Aðeins í efsta hluta skorpu getur togspennan orðið algild, þ.e. raunveruleg tog- spenna, og ólíklegt er að algild tog- spenna nái neðar í skorpuna hér á landi en 1-2 km (Ágúst Guðmundsson 1986b). Flestar togsprungur á yfir- borði ná því einungis niður í efstu lög skorpunnar. Ef sprungurnar ná meiri dýpt breytast þær í misgengi þar sem annar barmurinn sígur miðað við hinn (siggengi). Vökvasprungur, fylltar vatni eða kviku, geta þó myndast á hvaða dýpi sem vera skal, að því gefnu að heildarþrýstingur vökvans sé meiri en minnsta þrýstispennan. Innan gosbelta íslands byggist af- stæð togspenna helst upp á plötuskil- um, þ.e. þar sem plötur færast sund- ur. Venjulega er talið að plötuskilin liggi eftir rekbeltunum eins og þau eru sýnd á 1. mynd, en jaðarbeltið á Suð- urlandi, sem sumir kalla framsækið rekbelti, þarfnast þó frekari skoðunar með tilliti til spennusviðs. Rétt er að taka fram að það er ekk- ert skilyrði fyrir líkanið að eldstöðin sé á plötuskilum. Eina forsendan er sú að milli gosa byggist upp afstæð tog- spenna sem létti á láréttum þrýstingi í skorpunni. Þannig á líkanið vel við á Hawaii, þar sem eru gliðnunarbelti áþekk rekbeltum Islands, en Hawaii liggur þó fjarri plötuskilum. INNSKOTATÍÐNI KVIKUÞRÓA Með innskotatíðni kvikuþróar er hér átt við tíðni kvikuflæðis (kviku- flóða) úr þró, óháð því hvort kvikan nær að hluta til yfirborðs í eldgosi eða storknar öll neðanjarðar sem innskot. Skilyrði þess að kvikuflæði verði úr þró, þ.e. að gangur skjótist út úr þrónni og upp í skorpuna (2. mynd), má setja fram á eftirfarandi hátt: P 2s S3 + T (1) þar sem P er heildarþrýstingur kviku við topp þróar, S3 er minnsta þrýsti- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.