Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 50
að tíðni beggja stjórnist beint af
rekhraða. Þar sem Youngs stuðull (E)
er allt að tífalt hærri við topp þróar en
við topp hólfs (3. mynd) ætti, að öðru
jöfnu, innskotatíðni þróar að vera
mun hærri en hólfs.
Hér er gengið út frá því að bæði
rekhraði (v) og togstyrkur (T) sé sá
sami við þró og hólf, hvort tveggja
forsendur sem telja verður líklegar.
En það eru fleiri þættir en þessir sem
þarfnast skoðunar. Til dæmis mætti
færa þau rök gegn ofangreindri niður-
stöðu að þar sem hólfið er minna en
þróin sé breidd þess svæðis sem verð-
ur fyrir togstreitu (u) minni hjá hólf-
inu og innskotatíðnin því hærri en að
ofan greinir. En þetta er vafasamt.
Togspennusöfnun tengd reki verður
örugglega langmest við topp þróar, og
því líklegast að flestir gangar skjótist
upp þar. Að þessu má færa fræðileg
rök, en að auki er breidd flestra
gangaþyrpinga hér á landi 5-10 km
(Walker 1974a, Agúst Guðmundsson
1984) sem er þá væntanlega jöfn svæð-
inu sem verður fyrir togstreitu. Lík-
legt er að allt efraborð hólfa gefi frá
sér kviku (2. mynd), og lárétt þvermál
dæmigerðra hólfa hér á landi er senni-
lega 5-8 km (Ágúst Guðmundsson
1988), þ.e. svipað og hjá topphluta
þróar. Önnur mótrök eru þau að telja
hólfið ílangt lóðrétt þannig að stuðull-
inn k sé stærri og innskotatíðnin því
hærri en ella. En mesti langtíma mun-
ur sem þannig kæmi fram er þó ekki
nema þrefaldur og venjulega minni.
Yfirleitt yrði innskotatíðni þróar því
jafnhá eða hærri en innskotatíðni
hólfs.
í flestum tilvikum er þró mun stærri
en það hólf sem hún er kvikugjafi fyr-
ir (2. mynd). Áætlað hefur verið að
algeng stærð kvikuhólfa hér á landi sé
20-100 km3 en þau stærstu séu 150-200
km3 (Ágúst Guðmundsson 1987a). Til
samanburðar geta kvikuþrær verið frá
um 1000 km3 (Ágúst Guðmundsson
1986d) upp í um 4000 km3 (Ágúst
Guðmundsson (1987b), og er þá mið-
að við albráðinn hluta þ.e. kvikumagn
í þrónni. Þetta þýðir að rúmmál kviku
sem þró getur sent frá sér í einu
kvikuflæði getur verið fimm til hundr-
aðfalt það magn sem hólfið getur tek-
ið við án þess að bresta þannig að
kvika hlaupi út úr því og myndi inn-
skot(gang eða skágang).
Ólíklegt er að allir gangar frá þró
hitti botn hólfsins fyrir ofan, þótt
sennilega geri flestir gangar það þegar
þverskurðarflatarmál hólfsins er orðið
stórt. Þá er líklegt að einungis hluti af
iengd gangs úr þró hitti botn hólfsins.
Þeir hlutar gangs sem ná út fyrir hólf-
ið, og þeir gangar sem liggja að öllu
leyti utan hólfsins, geta sjálfstætt náð
yfirborði eða hátt í skorpu. Gangar
sem brjótast upp í skorpuna utan við
hólf veita basaltkviku úr þró beint til
yfirborðs í dyngjugosum, en einnig í
sprungugosum sem verða langt utan
við megineldstöðvar, svo sem í
Sveinagjárgosinu 1875 (Kristin
Backström og Ágúst Guðmundsson
1989). Þegar á gosið líður og þrýsting-
ur kviku í þrónni fellur, kann þó
mestallt kvikuflæðið að vera bundið
við þann hluta topps þróar sem nær
hæst upp í skorpuna, en sá hluti ætti
undir venjulegum kringumstæðum að
liggja beint undir hólfinu. Jafnvel þótt
aðeins hluti af kviku sem flæðir út úr
þró fari inní hólfið fyrir ofan, dugar
það kvikumagn nánast alltaf til að
valda það miklum þrýstingi í hólfinu
að það bresti og leiði til kviku-
hlaups.
Af þessu má draga þrjár mikilvægar
ályktanir. Fyrir það fyrsta þá þýðir
þetta að langtíma innskotatíðni þróar
stjórnar í flestum tilfellum langtíma
innskotatíðni þess kvikuhólfs sem hún
44