Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 35
krrr lands (Myers 1980). Fólksfjöldinn
er búinn að sprengja af sér hið hefð-
bundna nýtingarmynstur. Skógurinnn
fær ekki tíma til að jafna sig á milli
þess að hann er brenndur og æ stærri
flæmi eru tekin til fastrar búsetu. Eng-
ar áreiðanlega tölur eru til um hve
stór hluti þess lands sem flökkubænd-
ur ryðja, nær að vaxa upp aftur sem
skógur. Myers (1980) telur að þeir
ryðji a. m. k. 100.000 km2 en þó lík-
lega nær 200.000 km2 á ári.
Viður er oftast eina eldsneyti íbúa
landanna við miðbaug og hús nær
undantekningalaust byggð úr timbri. I
sumum löndum er stærstum hluta
skóganna annaðhvort brennt eða þeir
notaðir í byggingar. Lönd Mið-Afríku
eru t.d. ekki sjálfum sér næg um timb-
ur. Stærstur hluti þess timburs sem
jarðarbúar nota kemur úr regnskóg-
um hitabeltis. Trén eru fremur hæg-
vaxta en viðurinn er þéttur og harður
og úr þeim er unninn dýrasti harðvið-
urinn, s. s. tekk (Tectona grandis
(Verbanaceae) frá skógum Suðaustur-
Asíu), palísander eða rósaviður
(.Jacaranda tegundir (Bignoniaceae)
frá Suður-Ameríku) og ótal fleiri
kjörviðir. Langmikilvægastar eru þó,
eins og áður sagði, tegundir af ættinni
Dipterocarpaceae (t.d. Dipterocarp-
us, Hopea, Shorea og Vatica).
Suðaustur-Asía er langstærsti út-
flytjandi heimsins af harðviði. Nálægt
3/4 af öllum hitabeltisharðviði kemur
þaðan (Myers 1980), - og fer reyndar
mestur hluti hans til Japans en þangað
er keypt ótrúlegt magn af viði, enda
eru Japanir búnir að friða sína skóga.
Harðviðurinn er notaður í byggingar
af mörgu tagi og í húsgögn en úr hluta
hans er þó unninn pappír. Sökum þess
hve trén vaxa hægt, freistast margir til
þess að planta hraðvaxta tegundum til
að fá fyrr af þeim arð, jafnvel þótt
viðurinn sé ekki eins verðmætur og
harðviðurinn úr upprunalegu skógun-
um. Stór svæði í Amason og Afríku
eru rudd til ræktunar slíkra nytja-
skóga, oft barrskóga, þar sem aðeins er
plantað einni tegund. Árið 1967 keypti
t.d. bandarískur iðnjöfur 16.000 km2
lands í Amason og hóf að ryðja þar
regnskóg til að planta viði til fram-
leiðslu á trjákvoðu. Ófrjór jarðvegurinn
reyndist ekki bera uppi ræktunina og
svæðið var selt 1981 (Jordan 1986).
í Suður-Ameríku hófst eyðing regn-
skóga miklu seinna en í hitabelti
gamla heimsins. Skógarnir voru lengi
lítt kannaðir og þá byggðu litlir og
dreifðir flokkar indíána. Eyðing Ama-
sonskóganna hefur hins vegar verið
hröð á síðustu áratugum. Fyrst og
fremst er verið að ryðja skóg til að
skapa beitilönd fyrir nautgripi. Bú-
garðarnir eru flestir í eigu Vestur-
landabúa, einkum Bandaríkjamanna
og kjötið er uppistaðan í hamborgara-
iðnaðinum hjá hinum stóru skyndi-
bitakeðjum í Bandaríkjunum og Evr-
ópu. Sem dæmi má nefna að á árun-
um 1966 til 1978 var um 80.000 km2
regnskóga í Amason breytt í graslendi
fyrir samtals 366 búgarða með alls 6
milljónir gripa (eða um 18.000 gripi að
meðaltali á bú skv. Myers 1980). Jarð-
vegurinn er hins vegar svo rýr að
landið gefur ekki viðunandi uppskeru
nema í nokkur ár. Lítill vafi virðist
leika á að nautgriparækt með evr-
ópskum grastegundum og ræktunar-
aðferðum hentar illa bæði loftslagi og
jarðvegi Suður-Ameríku.
En hversu hröð er eyðingin? Rakir
hitabeltisskógar eru að flatarmáli
rúmlega helmingur alls skóglendis
jarðar (Persson 1974 í Whitmore
1980). Samkvæmt spá Global 2000
skýrslunnar, sem unnin var að beiðni
Carters þáverandi forseta Bandaríkj-
anna og kom út 1980, má búast við að
flatarmál regnskóga muni minnka úr
29