Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 12
1985 hefur svo verið unnið að fram- haldi flugsegulmælinganna og heildar- útgáfu niðurstaðna Þorbjörns á einu kortblaði sem og á tölvudiskum, þannig að þær nýtist enn betur en áð- ur. Önnur útgáfa Móðatækisins var þróuð til borholumælinga, og eitt er ennþá í notkun í Leirvogi, en ekki rættust vonir sem bundnar voru við að setja tækið á alþjóðlegan markað. Þorbjörn fylgdist eins og aðrir ís- lenskir jarðvísindamenn með fram- vindu Heimaeyjargossins 1973 af áhuga og gerði á því ýmsar vísindaleg- ar athuganir, en lét ekki þar við sitja heldur varð fljótlega einn helsti tals- maður og skipuleggjandi þess að ráð- ist var til atlögu við hraunrennslið með sjódælingu. Varð þar um mjög umfangsmiklar aðgerðir að ræða, sem vöktu heimsathygli og er álit þeirra sem best þekkja til, að þær hafi bægt frá miklum skemmdum á mannvirkj- um í bænum. Eftir að gosinu lauk tók hann mjög virkan þátt í uppbyggingu hraunhitaveitu fyrir Vestmannaeyja- bæ, sem ekki hefur síður vakið athygli þar eð tilraunir ýmissa aðila í öðrum löndum til þess að vinna varmaorku úr heitu en þurru bergi hafa gengið heldur brösuglega þrátt fyrir mikil fjárútlát. Síðan yfirfærði hann reynsl- una af hraunkælingunni aftur yfir á hið vísindalega svið, í ritsmíðum um kólnun hraunkviku undir vatni al- mennt. í tengslum við flugsegulmælingarn- ar smíðaði Þorbjörn ný tæki til sjálf- virkrar staðsetningar og stýringar á flugvélinni, og fór þá ekki alltaf troðnar slóðir. Um 1973 kynntist hann tækni til staðsetningar með hjálp sendinga frá gervihnöttum, og var slíkt tæki smíðað við Raunvísinda- stofnun Háskólans undir hans stjórn. Nýttist það meðal annars til jökla- rannsókna, sem þá voru hafnar við stofnunina. Allar þessar rannsóknir voru styrktar rausnarlega af vini Þor- björns og stofnunarinnar, Eggert V. Briem, og sömuleiðis rannsóknir á eðlisfræði þéttefnis sem byrjað var á við Eðlisfræðistofu Raunvísindastofn- unar um 1975. Eftir að Þorbjörn hætti sem for- stöðumaður Eðlisfræðistofu R.H. 1975, dró hann sig einnig smátt og smátt í hlé frá öðrum stjórnunarstörf- um, og getur verið að hann hafi þá verið farinn að kenna krankleika. Hann varð þó fyrsti formaður Eðlis- fræðifélags Islands 1977-79 og stýrði gerð umfangsmikillar skýrslu um rannsóknir í verkfræði og raunvísind- um, sem út kom á vegum Rannsókna- ráðs ríkisins 1981. Hann lauk flug- segulmælingum sínum 1980 sem fyrr var lýst, og man ég að honum var sýnilega mjög létt þegar síðasta kort- blaðið kom loks á þrykk 1985. Síðustu ár sín sem prófessor vann hann eink- um að rannsóknum á því hvernig vetniskjarnar í ýmsum vökvum verða fyrir seguláhrifum þegar vökvinn streymir nálægt yfirborði segulmagn- aðra efna. Þorbjörn fékk lausn frá embætti sínu snemma árs 1984, en stuttu áður varð hann fyrir alvarlegu hjartaáfalli. Hann náði sér allvel eftir það, og kom oft í heimsókn á Raunvísindastofnun til þess að fylgjast með nýjungum í starfi stofnunarinnar og í fræðiritum. Var jafnan mikill fengur að fá hann til skrafs um yfirstandandi verkefni, þar sem hann miðlaði óspart af reynslu sinni og þekkingu. A sjötugsafmæli Þorbjörns 1987 heiðruðu samstarfsmenn hans hann með útgáfu mikillar bókar, „í hlutar- ins eðli“, þar sem eru greinar um ýmis rannsóknasvið í eðlis- og jarðeðlis- fræði og þróun þeirra hérlendis. Þar er og skrá yfir vísindalegar ritsmíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.