Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 37
ir um fjölda tegunda í útrýmingar-
hættu. Ljóst er að útrýmingin mun
fyrst og fremst verða í hitabelti og að-
allega (70-90%) vegna eyðingar regn-
skóga (Diamond & May 1985). Tölur
um útrýmingu sem þegar er orðin
vegna regnskógaeyðingar eru varla
nema ágiskanir en sumar eru mjög há-
ar, t.d. hefur verið áætlað að skóga-
eyðing í vestanverðri Ekvador frá
1960 gæti hafa leitt til útrýmingar allt
að 50.000 tegunda (sjá Our Common
Future 1987).
Nú er talið að 25.000 til 30.000 teg-
undir plantna séu í útrýmingarhættu.
Samstarfsnefnd ILFCN (International
Union for the Conservation of Nature
and Natural Resources) og World
Wildlife Fund áætlaði 1985 að fram að
miðri næstu öld myndu um 60.000 teg-
undir plantna deyja út (Davis o.fl.
1986). Eyðing regnskóga með sama
hraða og nú, gæti haft í för með sér
útrýmingu allt að 100.000 tegunda um
næstu aldamót (Diamond & May
1985). Aðrar spár gera ráð fyrir að um
næstu aldamót verði e. t. v. 12% allra
fuglategunda og 15% allra tegunda
blómplantna útdauðar (Simberloff í
Lewin 1983) og að á næstu öld verði
búið að útrýma um tveimur af hverj-
um þremur tegundum blómplantna og
fugla. Flaldi eyðing regnskóga áfram
með sama hraða, telur May (1988) lík-
legt að útrýming tegunda næstu 100
árin verði um milljón sinnum hraðari
en tegundamyndun.
ÖNNUR ÁHRIF EYÐINGARINNAR
Áhrif á loftslag
Áhrif skógaeyðingarinnar koma
ekki aðeins fram í útrýmingu tegunda.
Þau verða mun víðtækari. Líklegt er
til dæmis að skógaeyðing muni leiða
til þurrara veðurfars því sá gífurlegi
plöntumassi sem myndar regnskóginn
hefur, af lífeðlislegum ástæðum, veru-
leg loftslagsáhrif. Á daginn, meðan
ljóstillífun er virk, er sífellt streymi
vatns frá rótum upp í gegnum stofn og
greinar hverrar einustu plöntu og
áfram inn í blöðin þar til vatnið gufar
að lokum út um loftaugun. í>að stígur,
þéttist og fellur aftur til jarðar sem
regn. Þannig verður stór hluti vatnsins
eftir í síendurtekinni hringrás innan
skógarsvæðisins. Sem dæmi má taka
athuganir á Amasonsléttunni. Ársúr-
koma þar er frá um 1500 - 3000 mm á
ári en minna en helmingur hennar
skilar sér til sjávar (Salati & Vose
1984). Athuganir benda til að um
50% úrkomunnar gufi út um blöð
plantna og tæpur helmingur þess
(48%) falli aftur sem regn og að sú
hringrás taki aðeins fimm og hálfan
dag. Aðeins rúmlega fjórðungur renn-
ur burt af svæðinu (Salati & Vose
1984). Þó skilar sér gnægð vatns til
sjávar því um ósa Amasonfljótsins
rennur 1/5 hluti alls ferskvatns í heim-
inum (Myers 1984). Þegar hins vegar
skógurinn er farinn, rennur miklu
stærra hlutfall úrkomunnar burt, og
næstum allt þegar svæði eru orðin gróð-
urlaus. Stórfelld eyðing Amasonskóg-
anna gæti því leitt til þurrara veðurfars
(Myers 1986), ekki aðeins á Amason-
sléttunni heldur jafnvel einnig á há-
sléttu Brasilíu (Salati & Vose 1984).
Temprun vatns
Skógurinn temprar einnig flæði
vatns og dregur bæði úr flóðum og
þurrkum. Næstum víst má telja að
nýleg flóð í Bangladesh megi rekja til
þess að búið er að ryðja mikinn skóg í
hlíðum Himalaya og monsúnregnið
rennur nú óhindrað niður naktar
brekkurnar (Myers 1984). Einnig hafa
flóð í Amason verið rakin til skóga-
eyðingar (Gentry & Lopez-Parody
1980). Þegar skógurinn er farinn, eiga
þessar steypirigningar líka auðveldara
31