Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 37
ir um fjölda tegunda í útrýmingar- hættu. Ljóst er að útrýmingin mun fyrst og fremst verða í hitabelti og að- allega (70-90%) vegna eyðingar regn- skóga (Diamond & May 1985). Tölur um útrýmingu sem þegar er orðin vegna regnskógaeyðingar eru varla nema ágiskanir en sumar eru mjög há- ar, t.d. hefur verið áætlað að skóga- eyðing í vestanverðri Ekvador frá 1960 gæti hafa leitt til útrýmingar allt að 50.000 tegunda (sjá Our Common Future 1987). Nú er talið að 25.000 til 30.000 teg- undir plantna séu í útrýmingarhættu. Samstarfsnefnd ILFCN (International Union for the Conservation of Nature and Natural Resources) og World Wildlife Fund áætlaði 1985 að fram að miðri næstu öld myndu um 60.000 teg- undir plantna deyja út (Davis o.fl. 1986). Eyðing regnskóga með sama hraða og nú, gæti haft í för með sér útrýmingu allt að 100.000 tegunda um næstu aldamót (Diamond & May 1985). Aðrar spár gera ráð fyrir að um næstu aldamót verði e. t. v. 12% allra fuglategunda og 15% allra tegunda blómplantna útdauðar (Simberloff í Lewin 1983) og að á næstu öld verði búið að útrýma um tveimur af hverj- um þremur tegundum blómplantna og fugla. Flaldi eyðing regnskóga áfram með sama hraða, telur May (1988) lík- legt að útrýming tegunda næstu 100 árin verði um milljón sinnum hraðari en tegundamyndun. ÖNNUR ÁHRIF EYÐINGARINNAR Áhrif á loftslag Áhrif skógaeyðingarinnar koma ekki aðeins fram í útrýmingu tegunda. Þau verða mun víðtækari. Líklegt er til dæmis að skógaeyðing muni leiða til þurrara veðurfars því sá gífurlegi plöntumassi sem myndar regnskóginn hefur, af lífeðlislegum ástæðum, veru- leg loftslagsáhrif. Á daginn, meðan ljóstillífun er virk, er sífellt streymi vatns frá rótum upp í gegnum stofn og greinar hverrar einustu plöntu og áfram inn í blöðin þar til vatnið gufar að lokum út um loftaugun. í>að stígur, þéttist og fellur aftur til jarðar sem regn. Þannig verður stór hluti vatnsins eftir í síendurtekinni hringrás innan skógarsvæðisins. Sem dæmi má taka athuganir á Amasonsléttunni. Ársúr- koma þar er frá um 1500 - 3000 mm á ári en minna en helmingur hennar skilar sér til sjávar (Salati & Vose 1984). Athuganir benda til að um 50% úrkomunnar gufi út um blöð plantna og tæpur helmingur þess (48%) falli aftur sem regn og að sú hringrás taki aðeins fimm og hálfan dag. Aðeins rúmlega fjórðungur renn- ur burt af svæðinu (Salati & Vose 1984). Þó skilar sér gnægð vatns til sjávar því um ósa Amasonfljótsins rennur 1/5 hluti alls ferskvatns í heim- inum (Myers 1984). Þegar hins vegar skógurinn er farinn, rennur miklu stærra hlutfall úrkomunnar burt, og næstum allt þegar svæði eru orðin gróð- urlaus. Stórfelld eyðing Amasonskóg- anna gæti því leitt til þurrara veðurfars (Myers 1986), ekki aðeins á Amason- sléttunni heldur jafnvel einnig á há- sléttu Brasilíu (Salati & Vose 1984). Temprun vatns Skógurinn temprar einnig flæði vatns og dregur bæði úr flóðum og þurrkum. Næstum víst má telja að nýleg flóð í Bangladesh megi rekja til þess að búið er að ryðja mikinn skóg í hlíðum Himalaya og monsúnregnið rennur nú óhindrað niður naktar brekkurnar (Myers 1984). Einnig hafa flóð í Amason verið rakin til skóga- eyðingar (Gentry & Lopez-Parody 1980). Þegar skógurinn er farinn, eiga þessar steypirigningar líka auðveldara 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.