Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 14
IGALIKO-SANDSTEINNINN Mynd þessi er tekin á siglingu út eftir Tunugdliarfik á milli Narssaq og Narss- arssuaq á Grænlandi. Á norrænu máli heitir fjörðurinn Eiríksfjörður og er í hinni fornu Eystribyggð. Við hann innanverðan norðanmegin var höfuðbólið Brattahlíð, bær Eiríks rauða, sem nú kallast Qagssiarssuk. Handan við lágan og mjóan ás sunnan fjarðarins í botni Einarsfjarðar stóð biskupssetrið Garðar. Þar kallast nú Igaliko. Á myndinni má sjá hallandi sandsteinslög, skorin af berggangi speglast í lygn- um sjónum. Sandsteinn þessi kallast Igaliko-sandsteinninn. Hann er frá for- kambríum, líklega um 1500 miljón ára gamall og þekur allmikil svæði á þessum slóðum. Heildarþykkt hans er um 1500 m. Hann er gulleitur, bleikur, brúnn og dumbrauður á lit, gjarnan með hvítum blettum. Að því er best er vitað inni- heldur hann enga steingervinga. Svona sandsteinn þykir bera merki um að loftslag á staðnum hafi verið þurrt og heitt þegar sandurinn myndaðist. Þar hafi verið gróðurlaust og lítið um líf, ef til vill eyðimörk. Sandurinn hefur sest til í miklum misgengjadal. Hann virðist að mestu leyti hafa verið foksandur en þó virðist sumt af honum hafa sest í vatni. Ofan á sandsteininum er mikil hraun- lagasyrpa og inn í þennan jarðlagastafla hefur troðist aragrúi ganga og allmörg stærri innskot. Þau hafa flest frekar óvenjulega bergsamsetningu og innihalda fjölmargar sjaldgæfar steindir. Igaliko-sandsteinninn er góður byggingasteinn og var notaður í flest stærri hús í hinni fornu víkingabyggð, meðal annars í kirkjuna að Görðum. Þar má sjá hann í rústunum. Hann hefur einnig verið notaður í kirkjuna sem nú er í Igali- ko. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræðingurinn 59 (1), bls. 8, 1989. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.