Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 8
20- -10 - .20 J-------------------------------------------- I RIIIIIIIIIIHMIIIIHII I IIIIWMIIIIIIinillllllllMI II II III I II III I lllllllllliail |'a'm'j'j'a's'o'n'dIj'f'm'a’m'I 1980 1981 2. mynd. Lofthiti í Reykjavík (hámark og lágmark hvers dags) á athugunartíman- um, mars 1980 til maí 1981. Air tempera- ture (daily maxima and minima) in Reykjavík during the study period, March 1980 - May 1981. haustið 1980 og vorið 1981 voru um meðallag. Kaldast var 15. janúar 1981, -15,7°C, en hlýjast 30. júlí 1980, 23,7°C (2. mynd). í fjóra mánuði, þ.e. desember-mars 1980-1981, var meðal- hitinn undir 0°C (Veðráttan 1980, 1981). Athuganir hófust 16. mars 1980 og lauk 22. maí 1981. Samtals var talið 107 sinnum í Grafarvogi og 108 sinn- um í Kópavogi. Aðeins var talið um fjöru og tók hver talning 1-3 klst. Ahersla var lögð á að telja sem oftast um fartímann, þ.e. í apríl, maí, júlí og ágúst. Að auki höfum við haft til hlið- sjónar talningar frá apríl og maí 1979 og 1982. f Grafarvogi var ýmist talið frá brekkubrún sunnan við voginn, móts við þar sem nú er Gullinbrú, eða af bakkanum fyrir botni vogsins. í Kópavogi var oftast talið frá strönd- inni sunnan við ós Kópavogslækjar, en einnig frá ströndinni norðan vogs- ins (við Sunnubraut). Við talningar var notuð fjarsjá (teleskóp), með 22x stækkun, og sjónauki (8-10x stækkun). Allir fuglar voru ákvarðaðir til teg- undar. Síðsumars voru metin aldurs- hlutföll hjá heiðlóu og lóuþræl, auk þess sem við skráðum hvenær fyrst varð vart við fleyga unga annarra teg- unda. Fæða var athuguð í mögum 16 vað- fugla sem veiddir voru um fjöru í Grafarvogi, en það voru 6 heiðlóur, 5 lóuþrælar, 4 rauðbrystingar og 1 sendlingur. Auk þess skoðuðum við maga úr 11 rauðbrystingum úr Flval- eyrarlóni í Hafnarfirði. Fuglarnir voru krufðir og fæða athuguð í tvennu lagi, framan fóarns, þ.e. úr vélinda ásamt kirtlamaga, og úr fóarni. Framan fóarns voru öll fæðueintök talin, en ekki var hægt að telja úr fóarni þar sem eintök voru mjög brotin eða melt. Hlutfallslegt magn fæðutegunda í fóarni var metið út frá þekju, en hún svarar nokkurn veginn til rúmmáls. Algengasta fæðutegundin í hverjum maga var skráð sem aðalfæða. TEGUNDASKRÁ Alls sáust 52 tegundir fugla á taln- ingasvæðunum. Mest var af andfugl- um, vaðfuglum og máfum. Hér verður einungis rætt um vaðfuglategundir, en þær voru 14 talsins. Verður fjallað ít- arlega um algengari tegundirnar, 9 alls, en stuttlega um þær sjaldgæfari. Tjaldur (Haernatopus ostralegus) sást alla mánuði ársins. Vorið 1980 var fjöldi tjalds í Kópavogi mestur 31. mars (236) og í Grafarvogi 5. apríl (224) (3. mynd). Hámarkið 1981 var 9. 62

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.