Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 18
Rauðbrystingur (Calidris canutus). Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson.
Bæði árin fjölgaði rauðbrystingi í
Kópavogi hægt fyrstu tvær vikurnar,
en um mánaðamótin apríl-maí varð
geysileg aukning á fáeinum dögum,
t.d. voru rauðbrystingarnir 170 26.
apríl 1980 en 2310 í hámarkinu 4. maí
(9. mynd). Vorið 1981 voru 107 rauð-
brystingar í Kópavogi 29. apríl en
3100 í hámarkinu 7. maí. Bæði vorin
var annar en minni toppur seinna í
maí, 13. maí 1980 (940) og 19. maí 1981
(850). Síðustu rauðbrystingarnir vorið
1980 sáust 28. maí á báðum svæðum,
111 í Grafarvogi og 48 í Kópavogi.
Tveir aðaltoppar í fjölda rauðbryst-
ings á vorin virðast vera árvissir við-
burðir í Kópavogi, 1979 voru toppar
11. (2500) og 26. maí (520), 1982 9.
(3100) og 21. maí (630). Athyglisvert
er að allir topparnir voru á stór-
straumsfjöru. Athuganir vorið 1980
bentu til þess að hér hafi líklega verið
um tvær bylgjur komufugla að ræða,
frekar en rauðbrystingarnir fari af
leirunum og dreifist um aðrar fjörur á
smástreymi. Eftir vorhámark í Kópa-
vogi 1980 fækkaði rauðbrystingum í
114 8. maí, í næstu talningu þann 11.
maí hafði fjölgað í 380 fugla og 13.
maí í 940. Talið var í Skarðsfirði dag-
ana 5.-11. maí 1980 (Agnar Ingólfsson
o.fl. 1980). Engir rauðbrystingar sáust
þar fyrr en 9. maí, þá samtals 200, 10.
maí voru þeir 400 og 11. maí 800.
Fuglarnir sem sáust 9. og 10. maí
komu af hafi og hurfu vestur með
ströndinni, en höfðu ekki viðdvöl í
Skarðsfirði. Við teljum að þessar
bylgjur, sem ganga yfir Suðurland í
maí, haldi áfram norður með vestur-
ströndinni og rauðbrystingar safnist
einkum saman við norðanverðan
Faxaflóa og Breiðafjörð. Áður en
rauðbrystingar hverfa frá íslandi á
vorin, síðustu vikuna í maí og fyrstu
dagana í júní, eru þeir flestir komnir
72