Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 33
sýna var oftast á bilinu 300-900 1, en
meðalrúmmál NOx sýna var oftast
mun minna. Lengd sýnatöku og rúm-
mál sýna er sýnt í töflum 1 og 2.
Sýnum var öllum safnað í hægum
vindi (3-6 m/sek.) af norðvestri eða
norðaustri. Vindur stóð því ætíð á
sýnatökustað, en ekki af (sbr.
l.mynd). Lofthiti var á bilinu 10-
16,5°, meðan á sýnatöku stóð, en
komst í eitt sinn í 8° við lok sýnatöku.
Ákvörðun á ósóni.
Aðferð sú, sem notuð var, byggist á
aðferð frá Norsk Institut for Luft-
forskning (1980) og Bergshoeff o.fl.
(1980). Aðferðin er ekki sérhæfð.
Með því að enginn annar oxavaldur er
í eins miklu magni í lofti og ósón, má
líta svo á, að aðferðin sé viðunandi.
Hún byggist á því, að ósón er látið
oxa kalíumjoðíð (KJ) í frítt joð (J2).
Frítt joð er óstöðugt. Það er því strax
afoxað með yfirmagni af natríumtíó-
súlfati (Na2S203). Við það myndast
natríumjoðíð (NaJ) og natríumtetra-
súlfat Na2S4Ö6. Við mælingu er
þekktu magni af joði bætt í lausnina.
Joð, sem er umfram það magn, er
þarf til þess að hvarfast við tíósúlfat,
myndar gulan J‘3 jón í nærveru natrí-
umjoðíðs. Magn jónsins er því næst
ákvarðað með ljósfallsmælingu við
352 nm, og er magnið í réttu hlutfalli
við upphaflegt magn ósóns. Fyrr-
greind efnahvörf má rita þannig:
03 + 2 KJ + H20 -h> J2 + 2KOH + 02
J2 + 2Na2S203 -» Na2S4Oö + 2NaJ
J2 + J J 3.
Öll glertæki, svo sem inntaksrör. og
sýnatökuflöskur, voru meðhöndluð
með þynntri joðlausn í a.m.k. sólar-
hring, áður en sýnum var safnað. Að
því loknu voru tækin þvegin vandlega
með vatni. Allar flöskur undir sýni
voru með glertappa og vafðar í ál-
pappír til þess að varna áverkun ljóss.
Hvarflausnir voru búnar til degi áð-
ur en sýni voru tekin. Var 50 ml
hvarflausn ætluð fyrir hvert sýni. Joð-
lausnir, sem ætlaðar voru til mælinga,
svo og joðstaðlar, voru gerðar sam-
dægurs og stuttu áður en notað var.
Tafla 1. Magn ósóns (03) í loftsýnum, sem tekin voru við Bláfjallaveg undir Lönguhlíð
sumrin 1982-1987. Ozone (03) concentration in ambient air samples collected during the
summers of 1982-1987 at a locality approximately 17 km south of the center of Reykjavík.
Dates of a sampling, average sampling time and average sample volumes are also inclu-
ded.
Sýnataka1' (dagar) Lengd1 2) (mín.) Rúmmál3) (1) Magn ósóns (03)4) (míkról/1)
15.7.1982 57,5 ± 2,8 697,5 ± 133,9 1,9-10'2 ± 0,8T0-2
11.7.1985 60 ±0 600 ± 0 1,6T0'2 ± 0,3-10“2
17.7.1986 89,0 ± 13,1 938,0 ± 144,6 2,4-10'2 ± 0,2-10-2
6.8.1987 75,0 ± 19,6 355,0 ± 96,1 1,1T0'2 ± 0,4T0-2
22.8.1987 69,7 ± 21,3 320,0 ± 98,1 2,4-10'2 ± 0,1T0-2
1) Hverju sinni voru tekin 5-8 sýni sem næst í röð.
2) Meðaltímalengd sýnatöku í mín. ± S.D. sem er staðalfrávik.
3) Meðalrúmmál sýna í 1 ± S.D.
4) Meðalmagn 03 í sýnum sama dags ± S.D.
87