Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 9
ákveðinn tímamörk á aldur jarðhita- ummyndunarinnar, ef gert er ráð fyrir að öll misgengi hafi upprunalega verið nær lóðrétt. Ofan við jarðbikshraunlagið er 2-4 m þykkt setlag, víða dökkt og fín- kornótt að sjá, og brotið í smáa ten- inga eins og algengt er um millilög. Annarsstaðar er það gjallkennt og grænleitt ásýndar. Auk þess sjást surt- arbrandslinsur í setinu, og kolaður trjábolur, um 15 cm í þvermál, fannst í skriðu rétt neðan við setlagið. Þriðja hraunið, sem sýnt er á 4. mynd, er 20-30 m á þykkt. Hraunið er afskaplega þétt, dulkornótt og stál- grátt í brotsári. Sama má segja um næsta hraunlag ofan við það sem líka er yfir 20 m á þykkt. Ofan á þessi hraunlög leggst svo meira en 1 km þykkur hraunlagastafli, sem nær upp allan Lambatungnatind og inn undir Vatnajökul. í miðju surtarbrandslaginu á milli 1. og 2. hraunlags á 4. mynd er þunnt innskotslag, laggangur, sem hefur svipaðan halla og hraunlögin. Lag- gangurinn hlykkjast lítillega eftir surt- arbrandslaginu og er misþykkur, frá 30 til 70 cm. Á stöku stað teygir hann anga inn í hraunlagið fyrir ofan eins og sýnt er á 4. mynd. Ekki er vitað nákvæmlega um aldur innskotsins. Það gæti tengst Múlatindamyndun og væri þá frá kvarter. Líklega er það þó eitthvað eldra, um eða yfir þriggja milljóna ára gamalt. BERGFRÆÐI OG UMMYNDUN STORKUBERGSINS Jarðbikshraunlagið er mjög sprung- ið og mikið er þar um stórar holur, oft um 4-8 cm í þvermál. Bergmassinn er hinsvegar mjög þéttur og fínkorna. Örfáir steindadílar sjást með berum augum, annars er bergið dulkorna. Dílarnir eru plagíóklas, ágít og ólivín, hlutur þeirra er um 0,5 % af rúmmáli bergsins. I grunnmassa bergsins hafa myndast plagíóklas, ágít, málmsteind- ir, ólivín og gler, meðalstærð kristall- anna er aðeins 0,03 mm. Hraunlögin næst undir og ofan á jarðbikshraun- laginu eru mjög svipuð að gerð. Lag- gangurinn er hins vegar frábrugðinn, í honum eru einstaka stórir plagíóklas- dílar, og grunnmassinn er mun gróf- kristallaðri og gropóttari. Bergefnagreiningar voru gerðar á jarðbikshraunlaginu, og eins á hraun- lögum þeim sem eru næst undir og næst ofan á, sjá Töflu 1. Niðurstöður eru að því leyti athyglisverðar, að hraunin þrjú virðast vera svokallað „milligerðarbasalt“ („transitional al- kali basalt“, Sveinn P. Jakobsson 1979). Þetta sést m.a. af hlutfallslega háu Ti02-innihaldi og lágu A1203-, Si02- og MgO-innihaldi. Þótt ekki verði endanlega úr þessu skorið vegna ummyndunar hraunanna, þá má benda á að meðal nútíma hrauna hér á landi eru mjög svipuð hraun í eld- stöðvakerfi því sem kennt er við Heklu. Laggangurinn, sem sker surt- arbrandinn, er aftur á móti frábrugð- inn hraununum í efnasamsetningu (Tafla 1), en hann er mjög svipaður sumum hraunum í Veiðivatnakerfinu. Bergfræðilegu athuganirnar gætu því bent til þcss að aðstæður hafi verið svipaðar og í austurgosbeltinu (Suður- landsgosbeltinu), þannig að Kollu- múlaeldstöðin hafi ekki verið í rek- gosbelti, heldur í hliðargosbelti. Efna- greiningar Helga Torfasonar (1979) á bergi úr Kollumúlaeldstöðinni virðast geta stutt þessa hugmynd. Þess má geta hér til viðbótar að rannsóknir á Geitafellseldstöðinni benda til að rekhraði hafi verið lítill á virkasta skeiði hennar (Guðmundur Ó. Frið- leifsson 1983a). Berglögin eru all ummynduð eins 175

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.