Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 13
5. mynd. Holufylling úr jarðbikslaginu (NI 10847). Sýnið er 12 cm á hæð. Jarðbikið var neðan til í holunni en lak mestallt niður þegar hún var opnuð. Jarðbikið hefur upp- runalega verið unt 6-7 cm3. Myndunarröð ummyndunarsteinda er smektít-agat-berg- kristall-jarðbik-bergkristall. An amygdale from the asphalt-bearing lava. The sample is 12 cm in height. The asphalt was enclosed in the lower Italf of the amygdale. Its original vol- ume was approx. 6-7 cm3. The paragenetic sequence is smectite-agate-rock crystal-asplialt- rock crystal. (Ljósm. photo Sigurgeir Sigurjónsson). um erlendum málum er notað sam- heitið „petroleum" (þ.e. jarðolía, í víðustu merkingu þess orðs) um olíu- gas, olíu og jarðbik sem finnst í jörðu og orðið hefur til af náttúrunnar völd- um. Jarðolía er mestöll talin vera af lífrænum uppruna, þótt ekki séu sér- fræðingar á eitt sáttir um það atriði. Olían myndast þá úr leifum lífvera sem safnast fyrir í setlögum, hvort sem er í sjó eða á landi. 1 sjó er plöntu- og dýrasvif talið aðalþáttur- inn, en á landi ýmsar plöntuleifar. Ef svo hagar til, að lífrænar leifar lokast inni í setlögum þannig að ekki verður umtalsverð rotnun, eru komnar for- sendur fyrir myndun olíu. Við ferg- ingu jarðlaga hækkar hiti og þrýsting- ur og hinar lífrænu leifar breytast stig af stigi, súrefnið losnar frá og kolvetni myndast smátt og smátt. Segja má að lífræna efnið þróist stig af stigi þangað til olía nær að myndast. Lægri hita- mörk fyrir myndun olíu eru talin vera nálægt 115°C í setlögum frá míósen- plíósen, þ.e. í lögum sem eru 3-23 milljón ára (Tissot og Welte 1984). Jarðolía er blanda kolvetna en sam- setning getur verið breytileg frá einum stað til annars. Greind hafa verið 179

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.