Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 28
5. mynd. Stækkaður sverari endinn á næststærsta beininu (hluti af liðkúlu ?) úr Þuríðar- árgili. Yst má sjá þunnt þétt lag og opnari grind þar fyrir innan, en slík uppbygging finnst oft í spendýrabeinum. Enlarged end of the second largest bone. The characteristic bone structure is obvious; a tight thinner outer layer and a rather pneumatic inner part Ljósm. photo Oddur Sigurðsson. það mjókkar mjög í hinn endann, þar sem kvarnast hefur utan úr því. Önn- ur brot eru minni og enn verr farin. Öll stykkin eru gráhvít á lit á ferskum brotflötum, en annars lituð rauðbrún af setinu, sem þau fundust í. í brotsári má sjá að yst er um 1 mm þykkt þétt lag, en þar fyrir innan er frauð, miklu opnari grind með mörgum smárörum og líkist þetta mjög beini (5. mynd). Níels Óskarsson jarðfræðingur á Norrænu Eldfjallastöðinni var svo vin- samlegur að efnagreina leifarnar til þess að fá úr því skorið hvort hér gæti verið um bein að ræða. I ljós komu eftirtalin efni: Kalsíum (Ca) ........aðalefni, tugir % Fosfór (P) ..........aðalefni, tugir % Klór (Cl)........................2-3 % Silisíum (Si) .........minna en 1 % Kalíum (K) .................0,1-0,5 % Járn (Fe) ..................0,1-0,5 % Títan (Ti) ..............0,1-0,5 % Brennisteinn (S) ........um 0,1 % Alúminíum (Al)........... um 0,1 % Aðalefnin eru greinilega kalsíum og fosfór og þá er varla um annað að ræða en bein, enda virðist uppbygg- ingin einnig benda til þess. Ekki ber greiningin með sér að steinefni hafi sest í beinin að neinu ráði. Eins og fyrr sagði er upphafleg lög- un beinanna ekki alveg Ijós því að þau eru illa brotin. Sumarið 1989 tók ég beinin með mér til Kaupmannahafn- ar, þar sem við Ella Hoch á jarð- fræðisafni Hafnarháskóla gerðum til- raun til þess að greina þau, en hún hefur greiðan aðgang að beinagrind- um til samanburðar. Stærsta stykkið líkist helst hluta af hægra herðablaði (scapula) úr frekar litlu spendýri og það næststærsta virðist vera með smá- 194

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.