Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 36
ura-jima og Kagoshima er ekki nema 3 km og tæpir 10 km eru frá toppgíg eldfjallsins til miðborgar Kagoshima. Þar fellur oft fíngerð aska og truflar mikið daglega starfsemi. Ekki er mögulegt að þurrka þvott utanhúss, fólk verður stundum að ganga með grímur til að verjast fínasta gjóskuryk- inu og gasi sem berast úr gosmekkin- um og daglega má sjá fólk með plast- poka fulla af gjósku sem það hefur sópað upp af gangstígum, húsasund- um og görðum og flytja þarf á brott. Árið 1985 féllu samtals um 16 kg af gjósku á hvern m2 lands í borginni. Þetta ár urðu 474 sprengingar í fjall- inu en að sjálfsögðu báru þær ekki all- ar mökkinn inn yfir borgina. Á þess- um 33 árum sem þetta ástand hefur varað eru sprengingarnar í fjallinu farnar að nálgast 6000, að meðaltali um 200 á ári. Flestar hafa þær orðið um 500 á einu ári eða meira en ein á dag. Öll árin á milli 1955 og 1974 voru sprengingarnar færri en 200 á ári nema árið 1960 er þær urðu rúmlega 400. Öll árin eftir 1974 hafa þær hins vegar verið yfir 200 á ári nema árin 1979 og 1987. Síðari hluta þessa virknitímabils hafa því sprengingar verið tíðari en fyrri hluta þess. Frá því í maí 1978 til desembers 1987 er áætl- að að um 150 miljón tonn af gjósku hafi fallið innan 50 km radíuss frá toppgígnum. Þrátt fyrir langan gos- tíma og stöðuga virkni hafa einungis um 800 miljón tonn af gosefnum bor- ist upp úr fjallinu, en það er minna en einn tíundi hluti þess sem kom upp í stórgosinu 1914. Goshegðun Sakura- jima er því æði margbreytileg (Kuno 1962, Minato 1977, Aramaki o.fl. 1981, Kamo o.fl. 1988, Kobayashi o.fl. 1988b). I hinum tíðu sprengingum hleðst gríðarlega mikið af lausri fínkorna gjósku á efri hluta fjallsins og safnast þar fyrir. Þessi massi af lausum gos- efnum er mjög óstöðugur og í monsún- tíðinni, þegar miklar rigningar ganga inn yfir eyna þá skolast gjóskan niður. í úrfellinu verður hún vatnsósa og breytist í eðju sem æðir eftir giljum og skorningum niður fjallshlíðarnar. Eðj- an hefur meiri rofgetu en hreint regn- vatn og á leið sinni niður fjallið rífur það því upp gróðurinn og jarðveginn niður á fast berg og ryður þessu öllu með sér í átt til sjávar. Þessi eðju- hlaup eira því engu sem á vegi þeirra verður hvort sem það eru akrar, veg- ir, hús, búsmali eða fólk. Þetta hefur valdið því að illgerlegt er að nýta land á Sakura-jima (14.mynd). En það er frjósamt og alltaf er til fólk sem hættir á að nýta sér þessa frjósemi, enda er slíkt nauðsynlegt í jafn þéttbýlu landi. Nú búa þarna um 8500 manns og stunda mest ræktun. Til þess að auka öryggi þessarar starfsemi og fólksins hefur verið kom- ið þarna upp gríðarmiklu varnarkerfi. Það byggist á þrem atriðum: 1) því sem Japanir kalla Sabo en það þýðir nánast stjórnun á rofinu, 2) á umfangsmiklum viðvörunar- búnaði sem gerir vart við aðsteðjandi hættu, 3) á nákvæmu og þaulæfðu skipu- lagi um öll almenn viðbrögð manna við hættunni, frá því að leita öruggs skjóls og upp í almennan brottflutning íbúanna. Sakura-jima er keilulaga fjall og renna því ár niöur fjallshlíðarnar til allra átta. Alls eru þær 18. í 12 þeirra hefur verið komið upp umfangsmikl- um rofstjórnarútbúnaði (15. mynd). Hann byggist á 4 megin atriðum, stífl- um, steyptu gólfi, stýrigörðum og skurðum. Gjóskan sem einkennir eðjuhlaupin sest einkum til ofarlega í fjallinu þar sem brattinn er mikill og straumhraðinn í hlaupunum einnig. 202

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.