Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 45
nær öllum öðrum eldfjöllum jarðar. Því er hætta á að okkar hugmyndir um eðli eldvirkninnar verði einhæfar, staðnaðar og ófrjóar ef við látum okk- ur nægja að horfa á og hugsa um þau ein. Enginn lestur kemur að jafn góð- um notum og persónuleg upplifun. Það er líka gagnlegt fyrir okkur að segja frá íslenskri eldvirkni á alþjóð- legum vettvangi og heyra þar hvernig hugmyndum okkar og þekkingu er tekið. Kagoshimaþingið er svo nýlega af- staðið að áhrif þess eru ekki komin í ljós nema að litlum hluta. Þó er ljóst að það hefur orðið til þess að skerpa viðleitni jarðvísindamanna um allan heim til þess að láta náttúruna ekki koma aftan að sér með óvænta at- burði. Það hefur aukið mjög skilning manna og hert vilja þeirra til þess að læra allt það sem má gagnast til þess að hægt sé að sjá náttúruhamfarir fyrir og bregðast við þeim af raunsæi áður en þær ríða yfir með ógnum og skelf- ingu. Heimaeyjargosið er nú sem óðast að líða almenningi úr fersku minni. En þó er ekki lengra um liðið en svo að létt er að rifja það upp. Hvað kenndi það okkur Islendingum um viðbúnað við hamförum? Hvar er það kerfisbundna skipulag eldvirkni- og eldvirknihætturannsókna á Islandi sem gosið sagði okkur að hér ætti að koma á fót? Slíkt skipulag gæti meðal annars varað okkur við gosi í Grinda- vík, sagt okkur hvaða áhrif gos þar gæti haft á byggðina og hvernig kom- ast megi hjá því að það skelli á byggð- inni óviðbúinni og af fullum þunga? Slíkt skipulag ætti einnig að geta fært okkur upplýsingar um það, á hvern hátt árangursríkast væri að verjast hraunrennsli við Hafnarfjörð, Hellu eða Helguvík, hverjar séu líkurnar á gjóskufalli á Keflavíkurflugvelli, í Þórsmörk eða á Akureyri og þannig má lengi telja. Upp úr Heimaeyjargosinu uxu jarð- skjálftamælingar hér á landi verulega. Þær henta líklega allra mælinga best til þess að vara við eldgosum, þ.e.a.s. hvar gosa sé von. Þær segja hins vegar ekkert um það hvernig gos muni haga sér eða á hvern hátt skynsamlegast sé að búast við gosi og verjast því. Slíkar rannsóknir eru enn ekki stundaðar hér að ráði. Upp úr Heimaeyjargosinu varð Viðlagatrygging íslands einnig til. Hún sér um tryggingar okkar gagnvart náttúruhamförum og var stofnun hennar mikil framför. En er það nóg, að tryggja sig gagnvart tjóni? Þarf ekki líka og ef til miklu fremur að gera allt sem hugsanlegt er til þess að koma í veg fyrir tjón og slys? Það var að minnsta kosti ein af niður- stöðum þingsins sem Japanir efndu til af svo mikilli víðsýni og rausn og það er boðskapur Kagoshima-yfirlýsingar- innar. ÞAKKIR Þátttöku höfundar í Kagoshinta-þinginu styrktu Norræna eldfjallastöðin og Við- lagatrygging íslands. Undirbúning hér heirna styrkti Skipulag ríkisins. Handrit að grein þessari lásu Páll Einarsson og Guð- rún Ólafsdóttir. Öllum þessum aðilum eru færðar sérstakar þakkir. HEIMILDIR Aramaki, S., H. Fukuyama, K. Kamo & M. Kamada 1981. Sakurajima Volcano. Bls. 1-17 í Field Excursion Guide to Sakurajima, Kirishima and Aso Vol- canoes. Volcanological Society of Jap- an. The American Association of Petroleum Geologists 1984. Plate-Tectonic Map of the Circum-Pacific region (1:17.(KK).CKX)). The American Association of Petrol- eum Geologists, Tulsa. 211

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.