Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 49
Þóra Ellen Þórhallsdóttir Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðifélag fyrir árið 1988 FÉLAGAR í árslok 1988 voru skráöir félagar og kaupendur að Náttúrufneöingnum alls 1976 og hafa aldrei verið svo margir. Þar af voru 3 heiðursfélagar, 4 kjörfélagar og 31 ævifélagi. Innanlands voru 1727 al- mennir félagar og 141 stofnun keypti Nátt- úrufræðinginn. Félagar og stofnanir er- lendis voru alls 70. Á árinu fjölgaði því félagsmönnum um 112, sem er mun meiri fjölgun en undan- farin ár (32 félagar frá 1986-87 og 31 frá 1985-86). STJÓRN OG STARFSMENN Síðastliðið ár var stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags þannig skipuð: formað- ur var Þóra Ellen Þórhallsdóttir, varafor- maður Hreggviður Norðdahl, gjaldkeri Ingólfur Einarsson, ritari Björg Þorleifs- dóttir og meðstjórnandi Ingibjörg Kaldal. í varastjórn sátu Einar Egilsson og Gyða Helgadóttir. Endurskoðendur voru Magn- ús Árnason og Sveinn Ólafsson en vara- endurskoðandi Þór Jakobsson. Um mitt ár urðu þær breytingar að Árni Einarsson lét af ritstjórn Náttúrufræðingsins. Við tók Páll Imsland sem reyndar var ráðinn frá síðustu áramótum og vann hann santhliða Árna þar til sá síðarnefndi hætti. Stjórnin færir Árna þakkir fyrir sérlega vel unnið starf sem ritstjóri. Erling Ólafsson sá um félagatalið eins og áður. Fulltrúi félagsins í dýraverndarnefnd var Sigurður H. Richter en í fuglafriðunarnefnd sat Agnar Ingólfs- son. í stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ól- afssonar sátu Guðmundur Eggertsson (formaður), Sólmundur Einarsson (ritari) og Ingólfur Davíðsson. Varamaður var Óskar Ingimarsson. Einar Egilsson var oddviti áhugahóps um byggingu náttúru- fræðihúss. Fulltrúar félagsins á aðalfundi Landverndar voru Hreggviður Norðdahl og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Einar Egilsson var ráðinn starfsmaður félagsins í alls tvo mánuði (hálft starf frá maí til ágúst). Hann sá um að auglýsa og skipuleggja ferðir og skrá þátttakendur. Auk þess sá hann um dreifingu á vegg- spjöldum og Skaftafellsbæklingi. Á árinu voru haldnir 8 stjórnarfundir. AÐALFUNDUR Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði- félags fyrir árið 1988 var haldinn laugar- daginn 25. febrúar 1989 í stofu 201 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Fundarstjóri var kjörinn Þorleifur Einarsson og fundar- ritari Leifur Símonarson. Formaður flutti skýrslu um starfsemi fé- lagsins árið 1988, stiklaði á stóru um sögu félagsins og sagði frá undirbúningi að ald- arafmælinu. Gjaldkeri gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum og voru þeir samþykktir. Úr stjórn áttu að ganga Hreggviður Norðdahl og Ingibjörg Kaldal. Hreggviður var endurkjörinn en Ingibjörg gaf ekki kost á sér aftur og var Sigurður S. Snorra- son líffræðingur kosin í hennar stað. Vara- Náttúrufræöingurinn 59 (4), bls. 215-223, 1990. 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.