Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 51
næst var ekið fram með Gerðubergi,
miklu og fögru stuðlabergsþili á leið að
Rauðamelsölkeldu, mestu og þekktustu
ölkeldu landsins. Að henni var gengið og
hafði fólk með sér drykkjarílát. Áfram var
haldið út eftir Ölduhrygg og stansað við
Hofgarðatjörn sem er einna gróskumest
allra tjarna á Snæfellsnesi. í henni vex
m.a. tjarnablaðka, en hún finnst nú aðeins
á þessum eina stað á landinu. Einnig var
hugað að öðru lífi í tjörninni. Að Búðum
var slegið upp tjöldum og efnt til grasa-
greiningar- og veðurspárkeppni um kvöld-
ið.
Daginn eftir var gengið um Búðahraun
og litið til blóma og grasa. Hluti hópsins
gekk á Búðaklett. Eftir hádegi var ekið í
kringum Snæfellsjökul með viðkomu í
Breiðuvík, á Arnarstapa, við Þúfubjarg og
Lóndranga, Saxhóla og Ólafsvíkurenni. Á
þessari leið var jöfnum höndum skoðuð
eldvirk uppbygging landsins svo og hlutur
dýra og jurta í einhverri fegurstu náttúru
þessa lands.
Á þriðja og síðasta degi var ekið yfir
Fróðárheiði og í Búlandshöfða og fræðst
um jarðlög frá ísöld. í Berserkjahrauni var
gerður stuttur stans en þaðan haldið aust-
ur eftir Snæfellsnesi og suður í gegnum
fjallgarðinn um Heydal. Til Reykjavíkur
var komið um kvöldmatarleytið eftir að
hafa ferðast um Vesturland og Snæfellsnes
í þrjá daga í sérstakri náð allra veður-
engla.
Fyrir ferðina var ýmsum fróðleik um
Snæfellsnes safnað saman í 14 blaðsíðna
fjölrit, sem þátttakendur fengu afhent við
upphaf ferðarinnar. Höfundar þess voru
Þorleifur Einarsson (jarðfræði), Sigurður
Steinþórsson (hraunalýsing kringum Snæ-
fellsjökul), Sigurður Magnússon (gróður á
Snæfellsnesi) og Árni Einarsson (fuglalíf).
Þann 17. júlí var ferð á Biskupstungna-
afrétt undir leiðsöpn Ólafs Arnalds jarð-
vegsfræðings og Asu Aradóttur líffræð-
ings. Röktu þau uppblásturssögu svæðisins
og sýndu gróður- og jarðvegsleifar á af-
réttinum sem sýna hvernig þar var um-
horfs áður fyrr. Þátttakendur voru 32.
Síðan var haldið í ferð í Þjórsárver dag-
ana 21. - 24. júlí. Fjöldi þátttakenda var
takmarkaður við 35 manns en sökum
slæmrar veðurspár heltust margir úr lest-
inni þannig að alls urðu ferðalangar 20.
Leiðsögumenn voru Gísli Már Gíslason og
Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Ekið var upp að
ármótum Hreysiskvíslar og Þjórsár og þar
settir á flot tveir gúmmíbátar. Fólk var
síðan ferjað yfir og gekk það vel. Þann
dag var gengið að Arnarfelli og slegið upp
tjöldum. Til stóð að ganga á fjallið um
kvöldið en úðarigning var sem freistaði
manna lítt til fjallgöngu. Daginn eftir
skein sól og var hið ágætasta veður. Flestir
héldu í Arnarfellsver og yfir Arnarfells-
kvísl í Arnarfellsmúla þar sem gróskumik-
ið blómskrúð var skoðað og síðan niður í
Múlaver til að líta á rústir. Um kvöldið
var gengið á Arnarfell í góðu skyggni.
Daginn eftir var haldið til baka en rétt áð-
ur en komið var að Þjórsá tók að hvessa
verulega af norðaustri. Sóttist ferðin yfir
ána seint en með samstilltri aðstoð allra
þátttakenda gekk þó allt vel og eftir rúma
tvo tíma stóðu allir á bakkanum hinum
megin og helltu úr stígvélum sínum.
Þar sem ekki komust allir í bátsferðina
um KoIIafjörð í maí var ákveðið að endur-
taka hana 14. ágúst en hún féll því miður
niður.
Fuglaskoðunarferðir eru árvissar hjá fé-
laginu. Að þessu sinni var hún að haust-
lagi, 25. september, en þá má oft sjá flæk-
ingsfugla. F’arið var um Reykjanesskaga
en því miður viðraði illa til útiveru. Þátt-
takendur voru 14, en leiðsögumaður var
Erling Ólafsson.
í september bauð félagið líka upp á ferð
°g tveggja kvölda námskeiðs í náttúruljós-
myndun. Leiðbeinandi var Skúli Þór
Magnússon líffræðingur og ljósmyndari.
Fyrra kvöldið, 22. september, sýndi Skúli
eigin myndir og ræddi um undirstöðuatriði
náttúruljósmyndunar. Síðan var ferð á
Þingvelli 25. september þar sem þátttak-
endur spreyttu sig á haustlitunum. Seinna
kvöldið, 6. október, var svo afrakstur
Þingvallaferðarinnar skoðaður og dæmd-
ur. Þátttakendur voru 14 á námskeiðinu
en 12 fóru í ferðina.
Leiðsögumönnum er þakkað þeirra
framlag og Ferðaskrifstofu Guðmundar
Jónassonar er þökkuð lipurð og ágæt
þjónusta.
217