Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 8
4. mynd. Tengsl meðalárs- hita og meðalárs-súrefnis- samsœtugilda i úrkomu. Ef meðalárshiti breytist um 0,67°C breytist hlutfall súrefnissamsœtna um 1 %><>. skyggnast ein 120.000 ár aftur í tímann. Mælingar sýna að veðurfar hefur verið til- tölulega stöðugt síðustu 10.000 árin. Þegar komið er aftur íyrir þann tíma verða hins vegar verulegar breytingar á þyngd íssins. Hann léttist verulega og gildin haldast lág næstu hundrað þúsund árin, en þó með tölu- verðum sveiflum. Fyrir um 115.000 árum hækka mæligildin snögglega á ný og eru jafnvel hærri en þau sem mælast í úrkomu í dag (5. mynd). Við vitum nú að þessar breytingar á I. tafla. Skipting síðasta hluta ísaldar í tímaskeið. Aldur (ár) tímaskeið nafn skv. (GRIP- tímatal) evrópskri hefð o.... II. 500* 114.000 133.000 um 200.000 nútími hólósen síðasta jökulskeið weichsel síðasta hlýskeið eem næstsíðastajökulskeið saale næstsíðasta hlýskeið holstein * Venjulega er upphaf nútíma sett við 10.000 ár. I>á er miðað við l4C-ár þ.e. aldur skv. geislakols- greiningu sem ekki hefur verið leiðréttur vegna breytilegs magns af l4C í andrúmsloftinu. þyngd íssins endurspegla í raun breytingar á hitastiginu á þeim tíma sem snjórinn féll á jökulinn. Þungi ísinn samsvarar hlýju eða mildu loftslagi en létti ísinn kaldara lofts- lagi. Háu gildin sem mælast frá því fyrir 114.000 árum eru frá síðasta hlýskeiði en lágu gildin frá síðasta jökulskeiði. Eins og sést á 5. mynd komu einnig fram við mæl- ingarnar afar merkilegar og örar sveiflur sem bersýnilega urðu í veðurfari síðasta jökulskeiðs. Samkvæmt þessu er ljóst að siðasta jökulskeið hefur ekki verið sam- felldur fímbulvetur heldur hafa kaflar með hlýju loftslagi rofíð helkulda hins langa vetrar. Samræmi milli Grænlandskjarna Mælingar á samsætum vatns i ískjömum frá Grænlandi sýna mjög gott samræmi á milli kjarnanna frá Camp Century, Dye 3 og Sum- mit, þrátt fyrir að ljarlægð sé mikil á milli borstaða og aðstæður ólíkar í jöklinum til að mynda hvað ísflæði og spennuástand varðar. A 6. mynd eru sýndar niðurstöður samsætumælinga úr kjörnunum frá Dye 3 og Summit fyrir síðari hluta síðasta jökul- skeiðs. Tiltölulega há samsætugildi endur- spegla milt veðurfar og á myndinni hafa hlýju kaflarnir innan síðasta jökulskeiðs verið númeraðir frá 1 til 11. Góð fylgni milli Summit-kjarnans og eldri djúpkjama frá Grænlandi útilokar að breytingar í sam- 86

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.