Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 9
81hO%c 5. mynd. Styrkur (8) þungu samsætunnar 18 O i íslögum úr borkjarna frá NV-Grænlandi. Kúrfan nær yfir síðustu 130.000 ár. Hægt er að túlka breytingarnar sem breytingar á hitastigi. Há samsætugildi samsvara hlýju eða mildu loftslagi en lág gildi samsvara köldu loftslagi. Háu gildin lengst til vinstri á myndinni endurspegla síðasta hlýskeið, sem nefnt hefur verið eem samkvæmt evrópskri hefð, en einnig er eftirtektarvert hversu loftslag hefur verið breytilegt á síðasta jökulskeiði (weichsel). sætugildum stafí af röskun á lagskiptingu íssins. Hún bendir þvert á móti til þess að orsakanna sé að leita í veðurfari. Það er trú manna að þessar breytingar innan síðasta jökulskeiðs endurspegli veðurfarssveiflur sem áttu sér stað á öllu Norður-Atlantshafs- svæðinu en séu ekki svæðisbundnar. ■ GFUP-KJARNINN Á 7. mynd er sýnt samfellt snið samsætu- mælinga niður eftir hinum nýja GRIP- ískjarna miðað við línulegan dýptarkvarða. Aldur íssins er einnig sýndur. Efstu 1500 m 6. mynd. Samfelld snið súrefnissamsœtu- mælinga fyrir tímabilið frá 10.000 til 37.000 ára fyrir Summit-kjarnann (Mið- Grœnland) og kjarnann frá Dye 3 (SA- Grœnland). Dýptar- og aldurskvarði fyrir GRIP-kjarnann (Summit) er sýndur til vinstri á myndinni, en sniðin eru teiknuð á línulegan dýptarkvarða. Breiðar lóðréttar línur sýna samsœtugildi sem einkenna köld tímabil á siðjökultíma en ftnu lin- urnar mild tímabil. A myndinni eru mildu tímabilin tölusett frá l til 11. kjamans eru sýndir vinstra megin á 7. mynd (7. mynd A) og spanna þeir síðastliðin 10.000 ár. Hvert samsætugildi endur- 87

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.