Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 11
8. mynd. Rannsóknir sýna að síðasta hlýskeið (eem) skiptist í þrjú hlý tímabil og tvö köld. Auk þess virðist veðurfar á síðasta hlýja kafla tímabilsins vera rofið af einhvers konar náttúruhamförum. Þá lœkkaði meðalárshiti á innan við 20 árum um u.þ.b. 12°C, og hélst þannig í um 70 ár en hœkkaði svo á ný upp í jýrra gildi eins og ekkert hafi í skorist. kaldasta varð við lok eem-tímaskeiðsins. Þar lækkar hitastig á innan við 20 árum niður í helkulda síðasta jökulskeiðs, eða um einar 12°C, og helst þar í u.þ.b. 70 ár (8. mynd). Elsti hluti GRIP-kjarnans Á 7. mynd B og 10. mynd C sést að jökulskeiðin sem samsætusnið GRIP-kjamans spannar em mismunandi. T.d. virðist skeið 6 (síð-saale) hlýrra og stöðugra en síð-weichsel og nokkur mjög hlý tímabil hafa komið á ár-saale. Einnig virðist holstein-hlýskeiðið (7e?) stöðugra en eem-hlýskeiðið en óstöðugra og kaldara en nútími (þ.e. síðustu 11.500 árin). 9. mynd. Sumar og sól á Summit. Arný, Sigfús og Pálína Kristinsdóttir lesa nýjustu fréttir að heiman. Ljósm. Eric Wolff 89

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.