Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 14
stað í seti (bioturbation) og vegna þess að sýnasöfnun er ekki nægilega þétt og sam- felld. Nýju gögnin frá Summit hafa nú leitt til þess að vísindamenn víða um heim yfirfara fyrri gögn sín sem varpað geta ljósi á veðurfar síðasta hlýskeiðs. Nú hafa t.d. verulegar breytingar sést í lit sets og í karbónatstyrk þess innan 5e-tímabilsins í kjömum frá Norður-Atlantshafssvæðinu þar sem sethraði er mikill (>5cm/1000ár). Þessar breytingar virðast falla saman við breytingar á veðurfari, eins og þær eru lesnar út frá GRIP-kjamanum. Einnig er rétt að benda á að hafstraumar á síðasta hlýskeiði gætu hafa legið þannig að þeir orsökuðu breytilegt veðurfar á Græn- landi en stöðugt í Evrópu. Það gæti gerst ef t.d. styrkur Austur-Grænlandsstraumsins breyttist. Rannsóknir á djúpsjávarseti úr Dumbshafi þykja benda til að slíkt hafi í raun átt sér stað á síðasta hlýskeiði. ■ ORSAKIR VEÐURFARSSVEIFLNA Veðurfarssveiflur sem sjást í Grænlands- kjömum em ekki einangraðar við norður- hjarann, eins og sést á 10. mynd þar sem sýndur er samanburður á samsætumæling- um Vostok-kjarnans frá Suðurskautsland- inu og hins nýja GRIP-kjama (10. mynd C,D). Myndin sýnir að sömu sveiflur sjást á báðum hvelum en breytingamar virðast mýkri á Suðurskautslandinu. Það bendir til að orsaka breytinganna sé að leita hér norður frá en þær hafi síðan haft áhrif um allan heim. Það hefur verið vitað nokkuð lengi að veðurfar á jökulskeiðum gat sveiflast mjög mikið, en fyrir borun nýja GRIP-kjarnans var talið að veðurfar á hlýskeiðum væri stöðugt. Allar kenningar manna til að út- skýra snöggar og miklar veðrasveiflur miðuðust því við aðstæður á jökulskeiðum, þegar jökulbreiður huldu meginlönd og stór hafsvæði voru þakin hafís. Sú kenning sem þykir komast næst því að geta útskýrt veðrasveiflurnar á jökulskeiðum byggist á því að hafstraumar geti verið breytilegir og þar með veðurfarið sem þeir stjórna. Færiband heimshafanna Kenningin byggist á því að höf heimsins séu tengd með hringrás, s.k. „færibandi" (conveyor belt) sem knúið er af eðlis- þyngdarmun heimshafanna. 12. mynd sýnir færibandið eins og það er í dag og hefur verið síðustu 11 þúsund árin. Eins og myndin sýnir einkennist hringrás heimshaf- anna af því að hlýr Golfstraumurinn berst norður Atlantshaf þar sem hann skilar mikl- um hita út í andrúmsloftið og Ieggur þannig grunn að hlýskeiðum. Jafnframt verður hann saltari og þyngri vegna uppgufunar og sekkur að lokum vegna aukinnar eðlis- þyngdar og heldur þá í suðurátt sem kaldur djúpsjávarstraumur. Breytingar á veðurfari fýrri tíma benda til að jafnvægisástand á færibandinu geti verið á fleiri en einn veg. Þegar veðurfar er milt, eins og það hefur verið síðustu 11 þúsund árin, hafa haf- straumar verið eins og sýnt er á 12. mynd. Þegar jökulkuldi ríkti er hins vegar talið að færibandið hafi stöðvast. Afleiðing þess var að heitir straumar sunnan úr höfum komust ekki norður eftir Atlantshafi, helkuldi jökulskeiðanna náði undirtökum hér norð- ur frá og breiddist síðar út um allan heim. Það átti sér m.a. stað vegna þess að breyttir hafstraumar valda því að koldíoxíð and- rúmsloftsins minnkar, en það veldur almennri kólnun. Selta sjávar ræður miklu Samkvæmt færibandskenningunni er selta yfirborðssjávar, einkum í kringum Island, talin stjóma því hvort færiband heims- hafanna sé í gangi eða ekki. Færibandið sjálft hefur áhrif á seltu heimshafanna. í fyrsta lagi flyst selta úr Atlantshafi til Suðurhafa með neðra bandi færibandsins (sbr. 12. mynd) og í öðru lagi veldur varm- inn sem berst með hlýjum straumum í Norðurhöf og út í andrúmsloftið bráðnun jökla. Jökulbráðin berst út á haf og veldur því að selta sjávar í Norðurhöfum minnkar. Að lokum verður eðlisþyngd yfirborðs- sjávar sem myndast í Norður-Atlantshafi of lítil til að mynda djúpsjó og hringrásin er rofin. Færibandið stöðvast og kuldi jökul- skeiðanna nær yfirhöndinni. Þegar færi- bandið stöðvast helst seltan í fyrstu lág en 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.