Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 26
og svaneðlur í sjó, og flugeðlur sveimuðu
um loftið. Alfred Sherwood Romer (1894-
1973), virtur bandarískur fomdýrafræðing-
ur, skipti skriðdýrunum í sautján ættbálka.
Þar af em fjórir nú uppi, þeir sem að fram-
an hafa verið nefndir. Hinir þrettán em al-
dauða og vom allir nema einn horfnir
þegar miðlífsöld lauk.
■ UPPRUNAFLOKKUNIN
SUNDRAR
SKRIÐDÝRUNUM
En hvort sem litið er á núlifandi tegundir
eða allan hópinn er ljóst að skriðdýrin eru
allt of sundurleit að uppmna og þróun til
þess að þau geti talist samstæð heild í upp-
mnaflokkun. Undir mælistiku slíkra fræða
bíða skriðdýra, flokksins Reptilia, sömu
örlög og orma Linnés, fylkingarinnar
Vermes. Krókódílar em til dæmis mun
skyldari fuglum en öðmm núlifandi skrið-
dýmm.
Skriðdýr, fuglar og spendýr, svo enn séu
notuð hugtök hefðbundinnar flokkunar-
fræði, þroskast af fóstri sem umlukið er
líknarbelg, jafnframt því sem fleiri himnur
tengjast fóstrinu. Þessi hryggdýr eru þess
vegna flokkuð saman sem líknarbelgsdýr,
Amniota. Fóstur físka og froskdýra3 em
aftur á móti líknarbelgslaus, Anamnia.
Líknarbelgsdýrum er svo stundum skipt
eftir gerð höfúðkúpunnar í þrjár megin-
dcildir: heilkúpunga, Anapsida, með heila
hauskúpu; tvíboga, Diapsida, með tvö göt
3 Fiskar Linnés, Pisces, greinast nú í nokkra flokka
og verður ekki farið nánar út í þá sálma hér. Mönnum
ber ckki saman um hvort froskdýrin séu öll af einum
uppruna (einstofna) eða hvort fiskar hafi tvisvar í
jarðsögunni numió land og þess vegna beri að skipta
froskdýrum í tvo flokka samkvæmt upprunaflokkun.
4 Áður tilgreindu menn fjórðu deildina, Parapsida,
með eitt gat á gagnaugasvæði sem svarar til efra
gatsins á tvíbogum þar sem gatið á hauskúpu einboga
samsvarar því neðra. Þessi dýr sem uppi voru á
miðlífsöld - hvaleðlur (Ichthyopterygia) og svaneðlur
og skyld dýr (Synaptosauria) - eru nú talin innbyrðis
lítt skyld og flokkuð með tvíbogum. Raunar afmarka
bogamir stundum dældir fremur en göt á haus-
kúpunni, til dæmis á spendýrum (fossa temporalis).
hvorum megin á gagnaugasvæði aftan við
augntóftina afmörkuð af beinbogum; og
einboga, Synapsida, með aðeins eitt gat og
einn boga á gagnaugasvæði.4 Talið er að
bogarnir hafí þróast sem festing fyrir
kjálkavöðvana. Margir flokkunarfræðingar
telja þessa skiptingu endurspegla raun-
verulega aðgreiningu líknarbelgsdýra eftir
uppruna. Þá gæti hún komið í stað hefð-
bundinnar skiptingar í skriðdýr, fúgla og
spendýr.
Allir fuglar eru tvíbogar og öll spendýr
eru einbogar. Enn birtast skriðdýrin sem
sundurleitt safn: Skjaldbökur, einar núlif-
andi dýra, eru heilkúpungar; öll önnur nú-
lifandi skriðdýr ásamt þorra hinna útdauðu
eru tvíbogar; og loks teljast nokkrir ætt-
bálkar aldauða skriðdýra til einboga, þar
með þeir sem taldir eru standa næst for-
feðrum spendýra. Flokkar núlifandi líknar-
belgsdýra mættu samkvæmt því vera (1)
heilkúpungar eða skjaldbökur, (2) tvíbogar
- ranakollar, hreistrungar, krókódílar og
fúglar - og (3) einbogar eða spendýr.
■ „stóreðlur“ núti'mans
Þá víkur sögu að stóreðlum eða risaeðlum
miðlífsaldar, dínósárunum. Mörg þessi dýr
voru feiknastór, stærstu landdýr sem menn
þekkja, allt að 30 metra löng og 50 lestir
eða þyngri. Dýrafræðingar telja að þau hafí
upprunalega gengið á tveimur fótum. Að-
eins stærstu og þyngstu stóreðlur gengu á
ljórum fótum og þær höfðu - eins og hinar
minni - styttri framlimi en afturlimi, sem
bendir til að þær hafí verið komnar af
tvífættum dýrum.
Stóreðlur skiptast í tvo ættbálka, meðal
annars eftir gerð mjaðmabeinanna: Eðlu-
mjaðmar, Saurischia, höfðu mjaðmagrind
sem líkist mjaðmabeinum nútíma eðla, en
fuglsmjaðmar, Omitischia, minntu meir á
fugla að þessu leyti. Lengi var talið að
þessir ættbálkar væru lítt skyldir og stór-
eðlurnar því tvístofna. Nú telja fræðimenn
að allar stóreðlur hafí verið af einum stofni
(10. mynd). Til þessa stofns telja uppruna-
flokkunarfræðingar auk þess einn hóp nú-
lifandi dýra, fuglana. Og til að kóróna
104