Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 30
læknum. Ég lyftist öll upp af áhuga enda
ekki á hverjum degi sem maður sér villtan
mink eða ref. I fyrstu taldi ég víst að þama
væri minkur á ferð, svo dökkur var hann,
allt að því svartur - og eins var hann í um
100-200 m fjarlægð frá mér og ég gerði
mér ekki fiilla grein fyrir stærð hans. Ég
átti hinsvegar eftir að komast að því að
þetta væri refur enda var göngulag hans
afar ólíkt „hoppi“ minksins. Refurinn gekk
rólega en þó ákveðið upp með læknum í átt
að íjárhópnum.
Skyndiárás
Mér kom á óvart að kindurnar hvorki
stukku í burtu né fóru í varnarstöðu. Rebbi
fékk meira að segja að ganga óhindrað á
milli þeirra. Þær litu upp og fylgdust með
honum en héldu áfram að bíta þess á milli.
Allt í einu og mjög svo óvænt stökk
refurinn á eitt lambið. Hópurinn tvístraðist
og lambið tók á rás og reyndi að hrista
refinn af sér. Ég er ekki alveg viss hvar
hann stökk á lambið, en mér finnst að hann
hafi komið að hlið þess og bitið í hálsinn. í
tilraunum lambsins til að losna við refinn
hékk hann ofan á, undir og til hliðar, en
reyndi alltaf að halda sér í háls lambsins.
Besti BITINN VALINN?
Ég varð undrandi á þeim dilk sem refurinn
hafði valið. Þetta var stórt og kraftmikið
lamb, gimbur að ég held - og ástæðan var
ekki sú að það hefði verið statt afsíðis og
þannig verið auðveld bráð. Um tíma var ég
viss um að refurinn þyrfti að lúffa og hörfa
á brott, en með ótrúlegu afli tókst honum
að hanga í lambinu, sem skók sig af öllum
mætti og Iiljóp fram og til baka eins og
ótemja. Móðir lambsins skarst fljótt í
leikinn og líklega hugsanlegt systkini og
jafnvel ein kind enn. Þær reyndu að stanga
refinn. Einhvem tíma missti refurinn takið
og þá fyrir tilstuðlan fómarlambsins sjálfs,
sem tókst að hrista hann af sér. Það var eins
og lambinu fyndist það hólpið, því það
flúði ekki langt. Refurinn tók sér ekki
langa hvíld heldur stökk aftur á lambið á
svipaðan hátt og áður. Hann tók nú mark-
visst að reyna að beina lambinu niður
í árþúsundir var refurinn eina villta landspendýrið á Islandi og því eðlilegur hluti af
vistkerfi þess. Við landnám norrœnna manna á 9. öld urðu breytingar á högum refsins og
alla tíð síðan hafa hagsmunir hans stangast á við hagsmuni mannsins. Því hefur rebbi
verið hataður og talinn réttdræpur hvar sem til hans hefur náðst. A síðari árum hefur
afstaðan til refsins þó breyst nokkuð, í það minnsta er ekki lengur talið sjálfsagt að
útrýma honum. Ljósm. Páll Hersteinsson.
108