Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 45
8. mynd. Fremst t.v. stór, svartur gosmalargígur frá fyrsta gosi, brotinn af misgengi og
fremst með rásir eftir steypiflóð (sjá næstu mynd). Fjœr er einn hœsti ogfegursti gígurinn
í Austurgjánni, frá öðru gosi og sá er ég tel að heiti Byrða. - In the foreground a big
pyroclastic crater from the jirst eruptiotjfut by a fault (one side of the graben). In the
background one of the biggest craters in the crater row east of Laki named Byrða, rel. alt.
60 m. Mynd /photo Jón Jónsson.
tveir lágir gígrimar fram undan yngsta
hrauninu. Þar sem þeir mætast hefur hraun-
foss í síðasta gosi fallið út yfír þá og þarf
því ekki að efast um aldurshlutföllin (6.
mynd). Gígrimar þessir eru lítið eitt boga-
dregnir, eru úr alveg samskonar efni og
áðumefndur gosmalargígur og „Stóri-
Svartur“. Ofan á þessum gígrimum er
nokkuð um að fínasta efnið sé samanbakað
í þéttar hellur. Ekki er ljóst hvort það er úr
gígnum sjálfum en það gæti að hluta verið
áfok. Hvergi hefur slíkt sést i yngstu
gígunum en aftur á móti á stóm gjallgíg-
unum í Vesturgjánni. Mikið er um fram-
andsteinafluggrjót á gígrimum þessum.
Frá þessum stað má heita að gígaröðin sé
þráðbein inn fyrir Innri-Eyrar, en það er
þríhymdur flötur hrauna frá hlýskeiði, að
mestu gróðurlaus. Ur þessum kafla gíga-
raðarinnar hafa geysimikil hraunflóð fallið
til beggja hliða. Miðsvæðis eru tvær stórar
hrauntraðir sem eiga upptök rétt saman en
liggja hvor í sína áttina. Þama er landið
nánast marflatt og mikill hluti hraunsins
hlýtur að hafa storknað í kyrrstöðu, einkum
norðan gíganna. Gosið á þessu svæði hafði
líka verið lengi að fýlla upp allt þetta flat-
lendi, því gosið hófst 29. júlí en hraunið
kom fyrst fram úr Hverfisfljótsgljúfri á 9.
degi eftir það (Ævisaga og önnur rit bls.
366).
Við norðvesturhornið á Innri-Eyrum rís
hár gígur hlaðinn úr að mestu rauðu gjalli
og er hann án efa frá fyrra gosi enda langt
upp eftir þakinn vikri frá Skaftáreldum. Á
þessum gig sýndi hæðannælir minn 660 m,
sem kemur nokkuð vel heim við þær fáu
hæðartölur sem á kortinu eru, en mælinn
mun ég hafa stillt niðri á Klaustri.
Gosreinin frá 1783 hefur brotist gegnum
stóra gjallgíginn að norðanverðu og þar
hafa hrikalegir hraungígir hlaðist upp og
hraunflóð mikil frá þeim rannið norður og
hlaðist upp þeim megin, enda standa eldri
123