Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1994, Síða 48
11. mynd. Myndun grjót- og öskuflóðsins, sem sýnt er á 9. mynd. Helgi Torfason teiknaði eftir frumdrögum höfundar. - Ori- gin of the rock and ash flow, cf. fig. 9. Drawing by Helgi Torfason after a sketch by the author. engan efa á að það sé þessi gígur sem að réttu heitir Byrða, en það nafn hefur verið notað um ámóta háan gíg norðar í gíga- röðinni (Haraldur Matthíasson 1963). Hér hefur nafnabrengl átt sér stað á sama hátt og um Fljótsodda. Gígur þessi reyndist 60 m hár mælt með loftþyngdarmæli 29. júlí 1992. Byrða er byggð úr gjalli og er án efa frá fyrra gosi. Sunnan undir henni er dálítið hraunsvæði, sem nær vestur með henni þeim megin og er örugglega frá Byrðu komið. Ofan á því eru geysistórar hraun- kúlur (bombur) sem örugglega eru frá lokaþætti gossins. Mjög flókið gígasvæði er næst norðan við Byrðu, og verður ekki nánar um það fjallað að sinni. Svo, tæpum 100 m norðar, er afar stór hraungígur frá síðasta gosi, en þá er komið að enn einum svörtum ösku- og gosmalargíg sem hefur öll hin sömu einkenni og allir þeir sem nú hafa nefndir verið. Norður af þessu er bungulaga hæðardrag þakið þykkum vikurlögum frá síðasta gosi svo aðeins sér þar á stöku stað í eldra berg undir. Svo virðist sem ösku- og vikurgos hafi verið öllu meiri hér en í Vesturgjánni. Svo sem 240 m norðan við Byrðu rís hár og snarbrattur gígkambur sem er eins byggður og örugglega jafngamall. Svo þunnur er þessi kambur að vel verður að gæta sín þegar hann er genginn, því að austan eru hengiflug. Út yfír hann til norðurs hangir sundurlaus hraunsvunta sem orðið hefur að samfelldu flóði sem hefur náð niður fyrir rætur gíghólsins, og myndar það smá- hrauntungu sem endar í dálitlu dalverpi. Ljóst er að hrauntunga þessi hefur orðið til í ákafri kvikustrókavirkni í þeim mikla gíg sem sunnan undir gjallrimanum háa er (12. mynd). Þetta hefur skeð í Skaftáreldum en gígriminn þá verið til, þ.e.a.s. hann er frá fyrra gosi. Þar eð hann nær út á öskugíginn er sá sýnilega elstur í röðinni. Þama era því ummerki um öll þrjú gosin einnig í Austur- gjánni. A frábærri mynd í bók Bjöms Rúrikssonar (1990) má sjá þetta alll. Frá áðurnefndu dalverpi gengur um 1,1 km langur svartur gígrimi sem ég hef skírt, skemmri skím, „Langa-Svart“, enda til- heyrir hann myndunum frá fyrsta gosi og ber öll einkenni þess. Hraun liggur upp að honum að norðan en tunga úr því teygir sig niður í dalverpið, sem áður er nefnt, til móts við hraunspýjuna sunnan frá. Suður- endi þessa öskurima er breiðastur og er þar fullir 300 m. Sunnan, réttara sagt suðaust- an undir honum hefur í Skaftáreldum verið hrauntjörn vel 700 m löng og í henni a.m.k. fímm spúandi gígir, en afrennsli virðist tjörn sú hafa haft um skarð í suð- vesturenda öskugígsins og sameiginlegt með stóru hraungígunum þar næst fyrir sunnan. Þarna virðist hraungígaröðin frá 1783 hafa hliðrast til um eina 130 m til norðvesturs. Breiðar hrauntraðir liggja til suðurs og suðausturs. Út frá „Langa-Svarti“ norðvestanverðum gengur dálítið hraun, allhátt og skarpt af- markað, en sunnan undir því eru tveir litlir kleprastrompar, sennilega gervigígir. Ekki verður ráðið í uppruna þessara myndana, en ljóst er að þær eru gamlar. Um 300 m 126
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.