Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 49
12. mynd. Hraun frá síðasta gosi hefur í ákafri kvikustrókavirkni kastast út yfir háan,
snarbrattan gígkamb frá gosi 2 og gosmalargíg frá gosi 1, fremst á myndinni, og myndað
dálítinn hraunstraum sem náð hefur í dalverpi norðan gígsins. - A sort of secondary lava
flow formed by strong fountain activity in the last eruption and covering the outside of a
craterfrom eruption 2 in the foreground, also from eruption 1. Ljósm./photo Jón Jónsson.
lengra til norðausturs er hár, skeifulaga
gjall- og klepragígkambur sem opinn er til
norðvesturs og þar hefur flætt inn í hann
hraun norðan frá. Það er slétt helluhraun og
þekur stórt svæði þar norður af. Það er
liklega frá Skaftáreldum en gígkamburinn
frá fyrra gosi. Þegar hingað er komið taka
hraunin að verða mjög sandorpin og nrót
hraunstraunra óljós. Lítið eitt norðar eru
tveir lágir gígrimar úr þessu svarta ösku-
og gosmalarrusli og tilheyra þeinr nrynd-
unum. Þeir eru umkringdir hrauni á allar
hliðar og mjög lítt áberandi í landslaginu.
Rösklega 250 m norðan við nyrðri rimann
rís næsthæsti gígur í Austurgjánni, sá senr
Haraldur Matthíasson (1963) taldi að héti
Byrða en getur ekki um heinrild fyrir. Það
er þessi gígur senr Þorvaldur Thoroddsen
gekk á þann 10. ágúst 1893 og sló því föstu
að hann væri eldri en Skaftáreldar. Gíg-
urinn er rösklega 60 nr lrár. Hann er tvö-
faldur, mætti því Tvíborg heita, ærið stór-
skorinn og hlaðinn úr gjalli, einkunr rauðu.
Neðan við hann að suðaustan eru niðurföll
stór og frá þeinr hrauntraðir allstórar, en ná
ekki langt. Út frá þcssu niðurfalli hallar
hrauninu nokkuð jafnt svo að minnir á
flatan skjöld, dyngju. Þetta hlýtur að vera
hraungígur, því frá honunr hallar hrauni í
hálflrring og að sunnan leggst það í talsvert
hárri brún út á annað hraun. Það liggur svo
í hálfhring kringunr háa gjallgíginn og angi
úr því hangir inn i lítinn klepragig lítið eitt
norðar. Allt þetta má einkar vel sjá á bls.
58 í áðurnefndri bók Bjöms Rúrikssonar
(1990).
Niðurfallið er því hraungígur frá Skaft-
áreldum en stóri gígurinn er eldri, þ.e. frá
Rauðöldugosinu. Aðeins vottar fyrir
hrauntröðunr undan stóra gígnum í suð-
vesturátt. Skammt er frá þessum gíg yfir í
jökulurðir og sanda frá jökulkvíslum en
þurrt er þar nú (1993). Frá gignunr beint
norður eru þrír svartir gosnralarrinrar sem í
heild ná yfir röskan kílónretra. Þeir era
brattari að austan, vesturrimar fomra gíga.
Efnið er eins og í margnefndum gos-
malargigunr, nema hvað framandsteina-
safnið er fjölbreyttara og lrér með líparíti.
Frá norðurodda nyrsta rinrans er 260 nr
breitt sund yfir að næsta gig. Franr í það
sund liggja jökulurðir austan frá. Þessi
127