Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 57
3. mynd. Ummerkin eftir sjöunda brotið eins og þau birtust Hubble-sjónaukanum 1 klst og 45 mín síðar. Greinilega má sjá gárur er líkjast yfirborðsbylgjum á vökva breiðast út frá staðnum. Dökka svœðið í miðjunni er sjálfur árekstrarstaðurinn, en litli dökki bletturinn Jyrir ofan þann stóra er ummerki eftirjjórða kjarnabrotið sem féll tæpum sólarhring fyrr. Mynd Geimferðastofnun Bandaríkjanna (Jet Propulsion Laboratoiy). brotin hafa mun meiri orku, en þau stærstu voru talin vera allt að 4-5 kílómetrar í þvermál. Öflugir árekstrar Þegar stundin nálgaðist þann 16. magn- aðist spennan. Fyrstu myndir sem bárust af atburðinum sýndu líka mun öflugri árekst- ur en bjartsýnustu menn höfðu getað ímyndað sér (2. mynd). Gífurleg sprenging varð við yfírborð Júpíters, svo öflug að þrátt fyrir að hún yrði inni á bakhlið reikistjörnunnar, náði strókurinn frá henni upp íyrir brún Júpíters og var því vel sýnilegur frá jörðinni. Alls er talið að mökkurinn hafí teygt sig um 2000 km út í geiminn. Þann 18. júlí kl. 7:30 small svo fyrsta stóra brotið en það var hið sjöunda í röðinni. Orkan í þeim árekstri var gífurleg og samsvaraði nokkrum milljónum mega- tonna af sprengiefninu TNT. Til saman- burðar má geta þess að þetta er meiri sprengikraftur en í öllu kjarnorku- vopnabúri mannkynsins samanlögðu. Arekstrarstaður þessa brots sést á 3. mynd. Næstu daga á eftir féll svo hvert brotið af öðru uns það síðasta lenti á Júpíter um kl. 8 að morgni 22. júlí. Jafnan er nokkurt magn af ryki í slóð halastjama og reiknuðu menn með að sjá mætti ummerki árekstra þessa ryks og annarra minniháttar leifa hala- stjömunnar við Júpíter allt frarn í septem- ber. FRAMTÍÐIN HeITIR DÖKKIR BLETTIR Nú þegar allt er um garð gengið og nærri tveir mánuðir um liðnir má enn sjá ummerki árekstranna sem dökka bletti á yfirborði reikistjörnunnar. Svo stórir em þeir að þvermáli að þeir em vel sýnilegir í litlum stjörnusjónaukum frá jörðinni. Þeir sem séð hafa yfírborð Júpíters, annaðhvort á myndum eða i sjónaukum, kannast við stóra rauða blettinn, en hann hefur verið 135

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.