Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 66

Náttúrufræðingurinn - 1994, Qupperneq 66
kynæxlun. Stöku tegundir geta einnig íjölgað sér með meyfæðingu en brögð eru að því að fóstur þroskist ekki í egghylkjun- um eftir þess konar æxlun (Sims og Gerard 1985). Ánamaðkar verða ekki langlífir. Við náttúrulegar aðstæður er talið að þeir verði yfirleitt ekki eldri en 2-3 ára. Stóru teg- undirnar verða eitthvað eldri en þær smáu. ■afrán, sníkjudýr OG EITUREFNI Ánamaðkar eiga marga náttúrulega óvini og eru þeir til dæmis mikilvæg fæða ýmissa fuglategunda (Bengtson o.fl. 1978, Cuendet 1983). Vitað er að jámsmiðir og jötunuxar éta ánamaðka og erlendis þykja refum og moldvörpum þeir hið mesta hnossgæti (Macdonald 1983, Sims og Gerard 1985). Hver kannast ekki við að sjá fugla bisa við að toga upp ánamaðka sem halda sér af öllu afli í göng sín með burst- unum. Þessari baráttu lýkur oft á þann veg að ánamaðkarnir slitna. Sú skoðun er nokkuð útbreidd að slitni ánamaðkar lifi allir bútarnir. Þetta er ekki allskostar rétt, en meginreglan er sú að hafí ánamaðkur misst hluta af afturenda sínum getur fram- hlutinn vaxið og bætt tjónið. Afturhlutinn einn sér lifír ekki lengi. Ánamaðkar, eins og aðrar lífverur, geta sýkst af völdum baktería og veira og ýmiss konar sníkjudýr plaga þá. Maðurinn á líka sinn þátt í að gera ánamöðkum lífið leitt, til dæmis með aukinni útbreiðslu þung- málma og eiturefna sem notuð eru í iðnaði og landbúnaði. Sum þessara efna safnast fyrir í ánamöðkum og geta liaft áhrif á afkomu dýra sem lifa á þeim. Þótt þessi eiturefni valdi ekki bráðum dauða geta þau dregið úr vexti og frjósemi ánamaðka (Pot- ter o.fl. 1990, Bengtson o.fl. 1992). Er því ástæða til að fara varlega með slík efni ef mönnum er annt um ánamaðkabústofn sinn. ■ LIFNAÐARHÆTTIR Þrátt fyrir að ánamaðkar hafí aðlagast lífí á landi þarfnast þeir vatns í ríkum mæli og eiga erfitt með að hindra vatnstap. Yfirleitt er vatnsinnihald ánamaðka 65-75% af þyngd þeirra (Oglesby 1978). Ánamaðkar geta þó misst um 75% af vatni sínu án þess að drepast. Á þurrkatímum geta þeir ein- ungis hindrað uppgufun vatns með því að leggjast í dvala. Þá leita ánamaðkarnir niður í jarðveginn, allt niður á 1-2 m dýpi eftir jarðvegsdýpt. Þeir hafa þó fundist allt niður á 5 m dýpi. Þar gera þeir sér kúlulaga bæli og hringa sig upp í hnykil (6. mynd). Bælið er fóðrað að innan með þunnu slímlagi sem ver ánamaðkinn uppþorn- un. Tegundirnar leita mis- djúpt niður í jarðveginn, stóráni fer yfirleitt dýpst af islensku tegundunum. Þetta gerist einnig þegar jarðvegur frýs. Ánamaðkar anda með húðinni og taka upp súr- efni úr lofti og vatni. I yfírborði húðarinnar eru kirtilfrumur sem gefa frá sér slím og halda henni rakri. I miklum rigning- um er líkt og fjöldaflótti brjótist út meðal ána- maðka er þeir skríða upp 6. mynd. í langvarandi þurrki og frosti leggjast ánamaðkar í dvala og hringa sig upp í hnykil. Myndin er af gráána (Aporr- ectodea caliginosa). Ljósm. Hólmfríður Sigurðardóttir. 144
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.