Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 77

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 77
7. mynd. Loftsteinsgígurinn Yuty á Mars. Þvermál gígrimans er 19 kílómetrar. Keilulaga miðhœðin, hringtrogið umhverfis hana og brotstallabeltið yst eru dœmigerð einkenni stórra loftsteinsgíga. Slettumynstrið utan við gígrimann minnir á eðjustrauma og bendir til að grunnvatn haji blandast í bergmylsnuna sem varð til við árekstur loftsteinsins. Myndrammi 3A07 frá geimfarinu Viking Orbiter. Geimferðastofnun Bandaríkjanna. skotsins svaraði þá til hæðarinnar í miðj- unni. Tvennt mælir á móti þessari skýr- ingu. Innskotið, sem líklega væri basískt, ætti að valda meiriháttar segulfráviki en ekkert slíkt hefur fundist. Ennfremur mætti eiga von á endurkasti frá botni slíks inn- skots þar sem hljóðhraði í því væri að lík- indum annar en í setlögunum sem undir liggja. Ekki hefur orðið vart við neitt endurkast sem stafað gæti frá botni slíks innskots. ■ LOFTSTEINSGÍGUR Lofitsteinar eru stöðugt að falla til jarðar, ýmist smástirni ættuð úr smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters eða halastjörnur yst úr sólkerfínu. Flestir loftsteinamir eru litlir og brenna upp áður en þeir ná til yfirborðs jarðar. Litlir loftsteinar mynda einfalda skálar- laga gíga með fleygbogalaga þversniði 155

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.