Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 78

Náttúrufræðingurinn - 1994, Page 78
8. mynd. Loftsteinar minni en nokkur hundruð metrar í þvermál mynda einfalda skálarlaga giga með fleygbogalaga þversniði. Stœrri lofsteinar mynda hinsvegar samsetta gíga með hœð í miðjunni, brotstallabelti yst og hringlaga trogi á milli. Myndirnar sýna hvernig þetta form verður til við hrun gígsins eftir áreksturinn. 1) Einföld skál myndast við áreksturinn. 2) Gígbotninn rís. 3) Gígurinn fellur saman (Grieve 1990). (Melosh 1989). Stórir loftsteinar mynda hins vegar flóknari gíga (7.-9. mynd). I miðjunni er hæð sem aftur er umkringd dæld en yst eru brotstallar. Þama er ýmis- legt sem minnir á Mjölni. Þess vegna, og þar eð betri skýringar skortir, er sett fram sú hugmynd að Mjölnir sé stór loftsteins- gígur. ■ STÆRÐ LOFTSTEINSINS Til er einföld kenning um sambandið milli þvermál gígs og stærðar loftsteins (Melosh 1989). Útreikningar byggðir á endurgerð- um gíg (Steinar Þór Guðlaugsson 1993) sýna að þessi loftsteinn hafí verið 0,7-2,5 km í þvermál og milljarður tonna að þyngd. Orkan sem leystist úr læðingi við áreksturinn samsvaraði 100.000 mega- tonnum af TNT. ■ AFLEIÐINGAR ÁREKSTURS Þegar stór loftsteinn rekst á jörðina malast hann mélinu smærra, bráðnar og gufar upp, og það sama er að segja um jarðlögin á 156

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.