Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 4
Alaskalúpína á íslandi
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis Donn ex
Sims) vex villt í strandhéruðum norðantil í
vesturhluta N-Ameríku, í Alaska, á Aljúta-
eyjum og í Kanada. Samkvæmt Flóru Alaska
(Eric Hultén 1968) vex hún í þurrum brekk-
um og á malareyrum. Hvergi er þess getið
sérstaklega þar að hún sé fyrst og fremst
landnemategund sem síðan hörfi undan
öðrum tegundum. En eins og margar aðrar
plöntutegundir heldur hún þó illa velli í sam-
keppni við hávaxnari og sterkari plöntur, eins
og ýmsar runna- og trjátegundir.
Árið 1945 voru fræ af alaskalúpínu flutt
hingað frá Alaska og næstu árin var henni sáð
á nokkrum stöðum á landinu. Hún þreifst hér
strax mjög vel og var smám saman farið að
nota hana til að græða upp lítt gróið land.
Mörgum fannst þessi harðgerða planta strax
nokkuð framandi í íslensku landslagi og
ágeng við þær villtu plöntur sem hér uxu
fyrir. Aðrir töldu fullvíst að hún þrifist hér
aðeins á lítt grónu landi og hjálpaði til að
mynda gróðurþekju. Síðan myndi hún hörfa
fyrir íslenskum tegundum, einkum grasteg-
undum, og hún myndi alls ekki sækja inn á
gróðið land. Notkun lúpínu til landgræðslu
hefur aukist mjög síðustu árin og nokkrar
rannsóknir á líffræði hennar hafa farið fram,
einkum á vegum Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins. Menn vita því orðið allmikið um
vaxtarhætti hennar hér og háttalag gagnvart
villtum íslenskum plöntum.
Alaskalúpínan er harðdugleg við að mynda
gróðurþekju á lítt grónu landi, en fer allharka-
lega að því. Á hálfgrónum melum er varla
hægt að orða það svo að hún gangi í lið með
þeim mörgu smávöxnu tegundum sem þar
vaxa, heldur yfirgnæfir hún þær og drepur á
nokkrum árum. Á stöðum þar sem áður uxu
einar 20 tegundir ýmissa blómplantna hefur
hún sums staðar myndað samfelldar breiður
Eyþór Einarsson (f. 1929) lauk mag.scient.-prófi í
grasafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1958. Hann
hefur verið deildarstjóri grasafræðideildar Náttúru-
fræðistofnunar Islands frá 1958 og var forstöðumaður
stofnunarinnar í 12 ár. Eyþór átti sæti í Náttúru-
verndarráði 1959-1990 eða í 31 ár og var formaður
ráðsins 1978-1990.
þar sem allar aðrar
tegundir eru horfnar
og fjölbreytnin því
rokin út í veður og
vind. Þannig hefur
t.d. holtasóley, sem
margir hafa viljað
gera að þjóðarblómi íslendinga, fækkað
nokkuð í nágrenni Reykjavíkur. Á allstóru
svæði umhverfis gömlu skógartorfumar í
Bæjarstaðarskógi, sem hefur verið að gróa
upp undanfarin 30-40 ár, hefur alaskalúpína
líka kæft og drepið ungar birkiplöntur
hundmðum eða þúsundum saman og þannig
tafið mjög fyrir endurnýjun skógarins.
Þá hefur það komið í ljós að hér á landi
veður lúpínan víða inn í og yfir algróið land
eins og lyngmóa. Þannig geta berjalönd lent á
kafi í lúpínubreiðum og eyðst. Allt bendir því
til þess að menn hafi hér vakið upp þann
draug og magnað á landið sem erfitt gæti
reynst að kveða niður.
Alaskalúpínu þarf því að nota með mikilli
gát og hafa strangt eftirlit með henni. Henni
þarf að stjórna harðri hendi en ekki láta hana
taka öll völd og drepa flestar aðrar plöntur
sem á staðnum vaxa og ógna ýmsu því sem
einkennir íslenska náttúru og landslag. Þar
sem mikið liggur á að græða upp land til
ákveðinna nota er lúpínan ágætt verkfæri ef
henni er stjómað. En að „græða upp“ með
henni land sem þegar er gróið er algjör óþarfi
og mestu landspjöll, ekki síst á meðan gróð-
urinn er enn að eyðast annars staðar á landinu
og tilfinnanlegur skortur er á mannafla og fé
til að snúa þar vörn í sókn.
Loks skal bent á að við íslendingar höfum
skuldbundið okkur til þess með staðfestingu
alþjóðlegra samþykkta að vemda fjölbreytni
okkar náttúm og hafa strangt eftirlit með
innflutningi erlendra tegunda og dreifingu
þeirra og notkun úti í náttúmnni. Viðhorf
manna í þessum efnum hafa líka gjörbreyst
víða um heim, enda eru dæmin um ófyrirséð-
ar afleiðingar af gálausum fiutningi tegunda
milli ólíkra landa mýmörg og svo sannarlega
víti til varnaðar.
Eyþór Einarsson
234