Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 8
2. mynd. Með tóbak í sigtinu. Höfundur við heimasmíðaðan kostagrip, „genhleypu “ sem
beitt er til að skjóta gullögnum, húðuðum erfðaefni, á plöntuvef Hluti gullagnanna skýst
í gegnum frumuvegg, frumuhimnu og endar í kjarna þar sem viðkomandi gen verða tjáð,
jafnvel innlimuð í erfðamengi plöntunnar. Mynd K-O. Holmström.
auxíni og gibberellíni, sem bætt hefur
verið í ætið, berast boð til frumuklasans
um að tilvistarkreppunni sé lokið og mál
sé að skjóta upp stöngli. Hver stöngull er
vísir að nýjum einstaklingi sem á rætur að
rekja til einnar frumu sem byrjaði að
skipta sér. Af þessu leiðir að aðkomugenið
er til staðar í hverri einustu frumu hins
nýja einstaklings. Slík planta kallast
„transgenísk“ eða erfðabreytt planta (sjá 1.
mynd).
Árum saman gekk þó hvorki né rak með
að beita þessari aðferð á einkímblöðunga
sem telja margar mikilvægustu nytjaplönt-
ur mannsins (m.a. korntegundir og hrís-
grjónaplöntur). Það var ekki fyrr en 1994
að það tókst að ferja gen með agrobakteríu
í hrísgrjónaplöntur með viðunandi árangri
(Yukoh o.fl.1994). Fyrst og fremst vegna
þessara erfiðleika leituðust menn við að
þróa aðferðir til genaflutninga sem ekki
byggðust á náttúrulegri genaferju heldur á
beinni yfirfærslu gena (direct gene trans-
fer). Er þá beitt ýmsum brögðum til þess
að koma DNA-sameindum inn fyrir
frumuhimnuna og helst inn í kjama.
Frumuhimnunni má ljúka upp með því að
beita osmótísku sjokki eða hleypa rafstuði
í gegnum lausn sem inniheldur DNA-
sameindir ásamt vegglausum plöntufrum-
um (prótóplöstum). Seytlar þá DNA-ið úr
lausninni um göt á frumuhimnunni og inn í
frumuna. Dr. Indriði Benediktsson hefur
rannsakað og gert samanburð á ofan-
greindum aðferðum (Indriði Benediktsson
og Schieder 1994).
Aðferð sem farið er að beita í æ ríkara
mæli ber þess merki að einhvem tíma hafi
einhverjum vísindamanninum þótt full-
seinlega ganga að koma DNA-i inn í
plöntufrumumar, leiðst þófið, gripið til
haglabyssunnar og látið plöntuna fá það
óþvegið. Þetta reyndist heillaráð, nú orðið
em höglin, sem í reynd eru örsmáar gull-
agnir, 4-10 pm að þvermáli, vandlega
þvegin og húðuð með því erfðaefni sem
238