Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 10
eiturefnum. Þessa dagana er verið að ganga frá söluleyfi fyrir slrkar erfðabreytt- ar plöntur í Bandaríkjunum. Efnafyrirtæki hafa komið fram með erfðabreyttar nytjaplöntur sem bera utan- aðkomandi gen, hvers afurð ræður við að brjóta niður ákveðna gerð breiðvirks ill- gresiseiturs (t.d. Basta) sem fyrirtækin hafa einkaleyfi á. Með því að selja bænd- unum fræ af þessum erfðabreyttu plöntum tryggja þeir jafnframt að bændumir kaupi af fyrirtækinu illgresiseitrið sem engu eirir nema eiturþolnu nytjaplöntunni. Trehalósi er tvísykra sem matvæla- iðnaðurinn hefur sýnt áhuga á að fram- leiða með ódýrum hætti í plöntum. Trehal- ósi getur varðveitt ferskleika og uppmna- legan lit þurrkaðrar matvöm og virkni lífrænna sameinda, svo sem ensíma, þrátt fyrir þurrkun sem alla jafna hefur eyði- leggjandi áhrif á bragð og ensímvirkni (Kidd og Devorak 1994). Jafnframt hefur komið í ljós að erfðabreyttar tóbaksplöntur sem framleiða trehalósa em til muna þurrkþolnari en viðmiðunarplöntur sem ekki framleiða tvísykmna (Holmström o.fl., í birtingu). Nytjaplöntur sem fram- leiða trehalósa kunna því að henta til ræktunar á svæðum þar sem þurrkar tak- marka uppskeruna. Uppskemafurðimar ættu þar að auki að geta haldið ferskleika sínum alla leið til neytandans. Fyrst fyrirtækja til að markaðssetja matvælaafurð bætta með plöntuerfðatækni varð bandaríska fyrirtækið Calgene með Flavr-Savr™ tómatafbrigðið sitt (3. mynd B). Tómatplöntumar hafa fengið með- höndlun sem leitt hefur til þess að geymsluþol fullþroskaðs tómats hefur lengst um viku og að sögn fyrirtækisins bragðgæði aukist. í stað þess að breyta eiginleikum plöntunnar með því að leggja henni til ný, utanaðkomandi gen, eins og gert hefur verið í dæmunum hér að ofan, skrúfuðu vísindamenn Calgene einfald- lega fyrir tjáningu á einu geni í tómatnum sem skráir ensímið pólýgalaktúranasa. Pólýgalaktúranasi þessi virkjast venjulega þegar tómaturinn er fullþroskaður og veldur því að vefurinn mýkist með þeim afleiðingum að tómaturinn ofþroskast og rotnar. Við það að lokað var fyrir þetta eina gen helst tómaturinn fullþroskaður viku lengur. Þetta þýðir í raun að það er unnt að láta tómatana þroskast á plönt- unum áður en þeir em tíndir og færðir neytendum, í stað þess að tína þá græna og láta þá fyrst roðna á búðarhillunni. Eins og áður sagði reið Calgene á vaðið og hefur gengið með tómatinn sinn rjóða í gegnum hreinsunareld einkaleyfisumsókna, tvístíg- andi löggjafarvalds og mótmæla andstæð- inga erfðatækninnar, sem sáu nógu rautt fyrir þótt ekki væri verið að flagga tóm- ötum. Calgene fékk loks sumarið 1994 leyfi frá yfirvöldum til að setja Flavr- Savr™ tómatinn til reynslu á markað undir merkinu „MacGregors" í nokkrum búðar- keðjum í Bandaríkjunum. Eins og líftæknifyrirtækjum er í auknum mæli að skiljast er aðeins hálfur bjöminn unninn með söluleyfinu. Það em neyt- endur sem hafa síðasta orðið um hvort vara selst eða ekki, enda er talið að við- brögð upplýstra neytendasamtaka komi til með að ráða úrslitum um hvort afurðir plöntuerfðatækninnar nái fótfestu á mat- vælamarkaðnum. Og þá er bara að bíða og sjá hvernig tómatnum rjóða reiðir af.... ■ PLÖNTUR SEM SAMEINDASMIÐjUR Uppsöfnun plasts er í sívaxandi mæli að verða að umhverfisvandamáli vegna þess hve hægt það brotnar niður. Fjölliðan pólýhýdroxýbútýrat (PHB) tilheyrir flokki pólýhýdroxýalkana (PHA), plastefna sem sólarljósið ræður við að brjóta niður til fullnustu. Sumar tegundir baktería geta framleitt PHA-fjölliður og nú hefur genum, ákvarðandi fyrir framleiðslu PHB, verið komið fyrir í Arabidopsis-plönlunni (Poirier o.fl. 1992). Eins og sjá má af 4. mynd myndar plantan plastagnir í vefjum sínum sem síðan má einangra úr uppsker- unni til frekari vinnslu. Pappírs- og plast- iðnaðurinn styrkir einnig tilraunir með sérstök sterkjuafbrigði í erfðabreyttum 240
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.