Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 18
 5. mynd. Aríð 1798 var frumefni nr. 52 nefnt tellúr en tellus á latínu merkir jörð. Myndin sýnir hvernig jörðin birtist Neil Armstrong ogfélögum á leið til tunglsins í Appolló 11 árið 1969. Mynd Geimferða- stofnun Bandaríkjanna. Hatchett nýtt frumefni í málmgrýti sem breska þjóðminjasafninu hafði verið sent frá Ameríku fimmtíu árum áður. Hann nefndi frumefnið columbíum til heiðurs Ameríku. Ári síðar var Svíinn Anders Gustav Ekeberg að efnagreina sýni af málmgrýti sem hann vissi að innihélt frumefnið tantalum. Hann uppgötvaði þá nýtt frumefni sem hann nefndi niobíum, vegna þess að það hafði svipaða eiginleika og tantalum. í grískum sögnum er Niobe dóttir Tantalosar, sem var sonur Seifs. Tantalos var dæmdur til vítisdvalar og stóð í vatni upp að hálsi, en vatnsyfirborð- ið lækkaði í hvert skipti sem hann beygði sig niður til að drekka. Á hliðstæðan hátt getur tantalumoxíð (Ta005) ekki „tekið inn“ vatn, þ.e. það leysist ekki í sýru. Síðar kom í ljós að þessi tvö frumefni, niobíum og columbíum, voru eitt og sama frumefnið; Evrópubúar notuðu nafnið niobíum en Ameríkumenn columbíum. Alþjóðasamband efnafræðinga (IUPAC) hafði árið 1921 sett á laggirnar nefnd um nafngiftir í ólífrænni efnafræði. Það kom í hlut þessarar nefndar að setja niður deilur um tvö fyrrgreind nöfn og frá árinu 1949 hefur frumefnið verið nefnt niobíum. Óljóst er hvað réð ákvörðun nefndarinnar, en hins vegar má benda á að þegar frumefnið fannst var sú aðferð algengust til nafngiftar að notast við goðafræði og hjátrú. Sú venja kom síðar að tengja nöfn frumefna landsvæðum. 6. mynd. Frumefnið þóríum er nefnt eftir Ásaþór. Myndin sýnir þrumuguðinn á ferð um himininn í reið sinni. Teikning eftir Peter Madsen (Madsen & Rancke-Madsen 1979). 248

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.