Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 19
■ 4. FLOKKUR NöFN TENGD MÁLMGRÝTl í þessum flokki eru fjórtán frumefni: ál, baríum, beryllíum, bór, flúor, gadólíníum, kalsíum, kalíum, kísill, molybdenum, natríum, samaríum, tungsten/wolfram og zirkóníum. Óhreint ál var fyrst einangrað árið 1824 af danska vísindamanninum Hans Christ- ian 0rsted. Nafn málmsins er dregið af orðinu álún, en svo var álkalíumsúlfat [KA1(S04)2-H20] nefnt, sem til foma var m.a. notað til að stöðva blæðingu. Nafn saltsins á ensku er alum (alumen á latínu þýðir beiskt salt) og fyrsta tillaga að nafni frumefnisins var „alumíum” sem síðar varð „aluminum” og að lokum aluminíum. Reyndar hefur bandaríska efnafræðifélag- ið notað orðið aluminum í sínum tímarit- um allt frá 1925. Það sýnir vel verðmæti málmsins fyrst eftir að hann var einangr- aður hreinn að á viðamikilli vörusýningu í París 1855 var álsýni haft við hliðina á sýningarbási með gimsteinum krúnunnar. Verðgildið átti þó eftir að minnka umtals- vert strax fyrir aldamótin 1900. Tiltölulega hreinn bór (95-98%) fékkst ekki fyrr en 1892 og hreinn bór (>99%) er afurð þessarar aldar. Mjög óhreinan bór einangruðu um svipað leyti árið 1808 annars vegar Englendingurinn Humphry Davy og hins vegar Frakkarnir J.-L. Gay- Lussac og L.J. Thénard. Það var Davy sem kom með tillögu að (ensku) nafni og átti nafnið að gefa til kynna hvaðan efnið fékkst og hversu líkt það var kolefni: bor{ax + carb)on. Borax hefur verið þekkt lengi og nafnið kemur vafalítið úr arabísku (bauraq) eða persnesku (burah). Tveir alkalimálmar, kalíum og natríum, tilheyra þessum flokki og það var fyrr- nefndur Davy sem einangraði þá báða með fárra daga millibili árið 1807, þá aðeins 29 ára gamall. I þennan flokk er raðað nöfn- um sem tengjast málmgrýti og steindum og „steindin” hjá kalíum er aska; þegar plöntur voru hitaðar, askan hrist með vatni og vatnið síðan látið gufa upp fékkst fast efni sem nefnt var pottaska eða potash T 7. mynd. Vatnslausnir mismunandi vana- díumsalta. Nafnið vanadíum er dregið af Vanadís en svo er Freyja, hin fagra gyðja ástar og frjósemi í ásatrú, nefnd í Snorra- Eddu. Nafninu er œtlað að gefa til kynna að frumefnið myndar mjög tnarglit og fögur efnasambönd. Mynd Hjörtur Einars- son. 8. mynd. Á vörusýningu í París árið 1855 var verðmœtt sýni af áli haft við hliðina á sýningarbási með djásnum krúnunnar. Teikn. Lúðvík Kalmar Víðisson. 249

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.