Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 24
sept, 8-oct og 9-enn. Frumefni nr. 104 er til dæmis kallað rutherfordíum (Rf) í Bandaríkjunum og kurtchatovíum (Ku) í Rússlandi, en kerfisbundna nafnið er „unnilquadíum“ (unq, un=l, nil=0 og quad=4; -íum endingin táknar málm). A sama hátt verður frumefni nr. 105 að „unnilpentíum" (unp). A vegum IUPAC starfar nefnd um nafngiftir í ólífrænni efnafræði og það er í verkahring hennar að koma með tillögur að nöfnum frumefna. í ágúst 1994 samþykkti þessi nefnd að leggja til við IUPAC að eftirfarandi nöfn yrðu tekin upp fyrir frumefni nr. 104-109: Nokkru áður, eða í nóvember 1993, hafði bandaríska efnafræðifélagið sam- þykkt að nota í Bandaríkjunum mjög svip- aðan lista. Helsta ágreiningsefnið virðist vera að bandarísku vísindamennírnir höfðu samþykkt að nefna frumefni nr. 106 seaborgíum (Sg) til heiðurs Nóbelsverð- launahafanum Glenn Seaborg en IUPAC nefndin samþykkti sem almenna við- miðunarreglu að nefna ekki frumefni eftir vísindamanni meðan hann væri enn á lífi. Endanleg ákvörðun verður tekin á fundi IUPAC á síðari hluta árs 1995. ■ LOKAORÐ Hér hefur verið fjallað ufn líklegan upp- runa nokkurra nafna frumefnanna. Raktar hafa verið orðsifjafræðilegar skýringar nafnanna, en þær skýringar eru þó fjarri því að vera einhlítar. Eftir stendur vonandi tilfinning fyrir þeirri spennu sem örugg- lega fylgir því að einangra fyrstur manna nýtt frumefni og fá tækifæri til að stinga upp á nafni þess. Það er skoðun greinarhöfundar að auka megi áhuga nemenda í framhaldsskólum á efnafræði með því að setja fræðigreinina í sögulegt og jafnvel málvísindalegt sam- hengi. Þessi grein er vonandi lóð á þá vogarskál. ÞAKKARORÐ Eftirtaldir fá kærar þakkir fyrir aðstoð við gerð myndefnis: Hjörtur Einarsson, Lúðvík Kalmar Víðisson og Svana H. Stefánsdóttir. Þá fær Bókaútgáfan Iðunn þakkir fyrir að leyfa birtingu mynda úr bók Peter Madsen & Hans Rancke-Madsen Úlfurinn bundinn. ■ HELSTU HEIMILDIR Árni Bjömsson 1993. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík. Crosland, M.P. 1962. Historical studies in the language of chemistry. Harvard University Press. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (ritstj.) 1990. íslenska alfræðiorðabókin I- III bindi. Örn og Örlygur hf„ Reykjavík. Gibson, M. 1979. Goð, menn og meinvættir úr grískum sögum. Sigurður A. Magnússon þýddi. Bókaforlagið Saga, Reykjavík. Greenwood, N.N. & A. Earnshaw 1984. Chemistry of the elements. Pergamon Press, England. James, J.L. (ritstj.) 1993. Nobel laureates in chemistry 1901-1992. American Chemical Society and the Chemical Heritage Founda- tion. Madsen, P. & H. Rancke-Madsen 1979. Úlfur- inn bundinn. Goðheimar 1. Iðunn, Reykja- vík. Ringnes, V. 1989. Origin of the names of chemical elements. Journal of Chemical Education, bls. 731-738. Simek, R. 1993. Hugtök og heiti í norrænni goðafceði. Ingunn Ásdísardóttir þýddi, Heimir Pálsson ritstýrði. Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar, Reykja- vík. PÓSTFANG HÖFUNDAR Jón K.F. Geirsson Raunvísindastofnun Háskólans Dunhaga 3 107 REYKJAVÍK 254

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.