Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 36
alþingismaður hafði forgöngu um málið en Jón Jónsson jarðfræðingur stýrði rannsókn- um fyrir hönd Raforkumálaskrifstofunnar (síðar Orkustofnunar). I maí 1963 var tekið gassýni í Jökulsá í Fljótsdal við bæinn Vallholt, um 2,5 km sunnan við Fljótið, og reyndist það 93,7% metan. Sumarið 1964 kom til landsins D.G. Fallen Bailey, olíujarðfræðingur sem þá starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum, og kannaði hann gasuppstreymið í samvinnu við Jón Jónsson. Niðurstöður voru þær að um væri að ræða mýragas sem myndast þegar lífræn efni brotna niður í setlögum í súrefnissnauðu umhverfi. Sumarið 1966 voru boraðar tvær rann- sóknarholur. Við Vallholt var borað til að ganga úr skugga um hvort gasið kæmi úr berggrunninum. A 1,5 m dýpi var komið í fast berg og var borað niður á 49,5 m dýpi. Ekki varð vart við gas í berginu en gas- streymi hélst óbreytt í bakka Jökulsár 2-3 m frá holunni. Einnig var borað úti á aurum Jökulsár til að kanna setfyllinguna innan við Fljótið. Holan varð 132 m djúp, en þar var komið í fast berg. Gróðurleifa varð vart svo að segja alla leið og vottur af gasi kom víða í holuna. í lokaskýrslu Jóns Jónssonar (1967) um rannsóknirnar á gasinu var niðurstaðan sú að um mýragas væri að ræða, myndað við rotnun jurtaleifa í setlögum á botni Lagarfljóts og undir aurum Jökulsár. Leú Kristjánsson og Thomas Gold Árið 1982 ritaði Helgi Hallgrímsson fróð- lega grein í tímaritið Týli sem hann nefndi Undrín í Lagarfljóti og verður vikið að henni síðar. í framhaldi af henni skrifaði Leó Kristjánsson grein í sama rit árið eftir og nefndi hana Enn um Lagarfljótsundrin. Leó hafði tekið sýni af gasi við Lagarfljót fyrir Thomas Gold sem hann kynnir svo: „Á árinu 1980 kemur síðan við sögu Lagarfljótsundranna Thomas nokkur Gold. Hann er Austurríkismaður, sem fluttist til Bretlands á árunum fyrir stríð, en er nú forstöðumaður geimrannsókna- stofnunar Comell-háskóla í Bandaríkjun- um. Thomas Gold er einn af merkari vís- indamönnum, sem nú eru uppi, og hefur komið þar víða við, þó starf hans sé einkum á sviði stjarneðlisfræði. M.a. á hann heiðurinn af því að hafa fyrstur út- skýrt eðli svokallaðra tifstjaina. Á síðustu árum hefur Gold velt mjög fyrir sér efna- samsetningu alheimsins og jarðarinnar, og þá bent á, að í ýmsum loftsteinum, sem fundist hafa, er mikið af kolefnissam- böndum. Hann telur, að við myndun jarð- arinnar úr loftsteinum fyrir ármilljörðum, geti vel hafa lokast djúpt í iðrum hennar mikið magn kolefnis, sem nú geti verið að leka út úr jörðinni í formi metans og annarra kolvetna. Hefur Gold leitt ýmis rök að þessari kenningu sinni, þó fjarri sé því að allir séu honum sammála um hana. Meðal annars telur hann, að gaslindir geti að hluta átt uppruna í þessu „jarð“gasi, og að slíkt gasútstreymi geti skýrt ýmis fyrirbrigði sem fylgja jarðskjálftum.“ Leó tók sýni af gasi við Vallholt og eru niðurstöður efnagreininga og samsætu- mælinga í samræmi við eldri niðurstöður. 266

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.