Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 47
LAGAKFLfÓTSORM URINN Lagarfljótsormsins mun fyrst getið í Skál- holtsannál en þar segir í annál ársins 1345: „Sýndist einn undarlegur hlutur austur í Lagarfljóti og Fljótsdalshéraði og vita menn að kvikt var. Sýndist stundum sem eyjar stórar en stundum skýtur upp lykkj- um og sund á milli og margra hundraða faðma langt. Enginn veit digurleika á því og hvorki hefur sést á því höfuð né sporður og vita menn því eigi hvað undra það var.“ Helgi Hallgrímsson ritaði ágæta grein um orminn í Týli 1982 og eru skrímslinu gerð skil þar. Helgi rekur skýringar þær sem menn hafa haft á sýnum fólks. Eggert og Bjami álitu að skýra mætti tilvist orms- ins með undarlegum gufum sem birtust í ýmsum myndum. Olafur Davíðsson varð hins vegar fyrstur til að setja fram þá hug- mynd að ormurinn stæði í sambandi við uppstreymi mýragass. Það leiddi þó ekki til rannsókna á gasinu en ormurinn hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar síðan. f íslandslýsingu Odds biskups Einars- sonar sem rituð er um 1600 kemur fram að landskjálftar geti fylgt brölti ormsins. Lík- legt er að þarna leynist mikill sannleikur. Rotnun jurtaleifa í setlögunum á botni Lagarfljóts myndar metangas sem getur safnast þar fyrir undir þéttum leirlögum. Ef gildran brestur skyndilega nær allmikið gas að rísa til yfirborðs á skömmum tíma og gasið getur jafnvel rifið með sér stykki af botninum sem fljóta upp til yfirborðs en sökkva síðan aftur er gasið hefur losnað úr þeim. Þetta fyrirbæri notaði Ólafur Davíðs- son til að útskýra Lagarfljótsorminn um aldamótin 1900 og er skýringin upprunnin í Noregi. Ef öflugur landskjálfti ríður yfir Austurland er líklegt að töluvert gas losni úr botnsetinu og ormurinn fari á kreik. Helgi Hallgrímsson (1982) hefur dregið saman á kort helstu staði þar sem ormurinn hefur sést (sjá næstu síðu). Þar kemur fram að ormurinn hefur birst oftar á innanverðu Fljótinu en utanverðu og oftar við austur- landið en vestanmegin. Hér skal ekkert fullyrt um það hvers eðlis ormurinn er, en ljóst er að hann tengist ekki beint þeim helstu uppkomusvæðum gassins sem hér er fjallað um. Sumarið 1984 var Oddur Sig- urðsson á ferð við Lagarfljót og varð var við fyrirbæri er líktist ormi úti í Fljótinu. Hann festi það á mynd sem birt er hér að neðan. 277
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.