Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 54

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 54
stofuhald og ýmislegan annan rekstur og erindi á vegum félagsins. Skrifstofa félagsins að Hlemmi 3 (hjá Náttúrufræði- stofnun Islands) var opin kl. 9-12 á þriðjudögum og fimmtudögum flestallar vikur ársins. Starfssamningar voru í október endurnýjaðir við Guttorm fram- kvæmdastjóra (til ársloka 1996), Sigmund ritstjóra (til upphafs 67. árgangs) og Erling útbreiðslustjóra. Stjórnarfundir voru 7 á milli aðalfunda. Gefin voru út 7 félags- bréf. Haldið var áfram þeim sið að stjórn HIN sendi þeim aðilum jólakort sem félagið hafði átt samskifti við á árinu eða höfðu veitt því fyrirgreiðslu. ■ AÐALFUNDUR Aðalfundur HÍN fyrir árið 1993 var hald- inn í stofu 201 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans, laugardaginn 26. febrúar 1994, og hófst kl. 14. Fundurinn var fámennur að vanda, en fundinn sóttu 13 manns. Fundar- stjóri var valinn Stefán H. Sigfússon en fundarritari Hilmar J. Malmquist. I upp- hafi fundarins var Óskari Ingimarssyni, fyrrum ritstjóra Náttúrufræðingsins, veitt viðurkenning stjórnar HÍN fyrir sérstakt framlag til kynningar á náttúrufræðum hérlendis. Óskar hefur m.a. þýtt þúsundir dýra- og plöntuheita á íslensku, en þau hafa verið gefin út á bók, sem Óskar tileinkaði HÍN. Auk þess hefur Óskar þýtt og séð um mikinn fjölda náttúrufræðiþátta í sjónvarpi. Hefur varla annað efni stuðlað meira að því hin síðari ár að glæða og viðhalda áhuga þjóðarinnar á náttúrufræð- um hér á landi. Nýr heiðursfélagi Að tillögu stjórnar HÍN var Pétur M. Jónasson, prófessor í vatnalíffræði í Kaup- mannahöfn, kjörinn heiðursfélagi HIN. Pétur hefur af frábærri atorku og yfirsýn haft forgöngu að rannsóknum á Mývatni og Þingvallavatni, lífríki þeirra og vatna- sviðum, og útgáfu bóka um þessar heims- frægu náttúruperlur. Með kjöri Péturs var viðhaldið átta áratuga gamalli hefð, að heiðursfélagar væru kjörnir félagsmenn sem sérlega hafa þjónað félaginu, og prófessorar við Hafnarháskóla sem mjög hafa stuðlað að náttúrufræðirannsóknum á Islandi. Erindi ritstjóra Þá flutti Sigmundur Einarsson, ritstjóri Náttúrufræðingsins, stutt erindi um breyt- ingar á efni og útliti Náttúrufræðingsins, en undirtitill tímaritsins er „alþýðlegt fræðslurit um náttúruf'ræði". Um árabil hefur efni Náttúrufræðingsins orðið æ sérfræðilegra og um leið verr aðgengilegt fyrir almenning. Þessi þróun á rætur að rekja til síaukinnar sérhæfingar meðal náttúrufræðinga og að sama skapi þrengra fræðilegs sjónarhorns margra þeirra. Fýsir það sér m.a. í því að einungis um helming- ur starfandi náttúrufræðinga á landinu mun vera í HÍN. Skortur hefur verið á vettvangi fyrir náttúrufræðinga til að birta niðurstöður sínar hér á landi og hafa þeir því leitað með þær í tímarit HÍN. Svo gagnleg sem sú birting nýrra fræða er, þá hefur margt af því efni verið svo sér- fræðilegt að aðeins fáir tugir manna hafa getað lesið þær greinar sér til gagns. Þetta er ekki markmiðið með útgáfu Náttúru- fræðingsins, heldur kynning á nýjungum og öðrum fróðleik um náttúrufræði á alþýðlegan hátt, án þess að rýra vísinda- legt vægi greina. Því hafa stjórn HIN og ritstjóri orðið einhuga um að gera tímaritið aðgengilegra almenningi en verið hefur, og gera nauðsynlegar breytingar á því af því tilefni. Skýrsla formanns Formaður, Freysteinn Sigurðsson, flutli skýrslu um starfsemi HÍN árið 1993. Félögum hefur haldið áfram að fækka frá árslokum 1987. Helstu orsakir eru taldar vera tvennar. Annars vegar raunveruleg eða ímynduð hagkreppa í þjóðfélaginu, en vitað er til þess að fólk neyðist til að spara við sig félagsgjöld. Hins vegar er of sérfræðilegt efni Náttúrufræðingsins, en mikill hluti félagsmanna hefur ekki önnur not af félaginu en lestur tímarits þess. 284
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.