Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 64
Fréttir
■ BETRA EN MÍNUS
OG NÚPÓLÉTT?
Mörg eru þau undralyfin sem sett hafa
verið á markað til að halda líkamsþungan-
um í skefjum, en árangur hefur því miður
til þessa verið rýr. Nú er unnið að enn einni
hugmynd í þessa veru, og er of snemmt að
dæma um hvort hún eigi eftir að valda
sömu vonbrigðunum og mínus, ritalín,
nupo-létt og aðrir lífselixírar sem áttu að
draga úr offitu og mittismáli en stuðluðu
þegar upp var staðið einkum að hagsbótum
framleiðenda og seljenda.
Jeffrey Friedman og samstarfsmenn hans
við Howard Hughes Medical Institute í
New York dældu nýuppgötvuðu boðefni í
akfeitar mýs sem bráðlega minnkuðu við
sig matameyslu og brenndu um leið meiri
fitu. Ekki spillti að minna mældist í blóði
þeirra af kólesteróli og sykri (glúkósa), en
áður voru mýsnar komnar með væg ein-
kenni sykursýki sem oft fylgir offitu í
músum og mönnum.
Fyrir einum þrjátíu árum beindist athygli
fræðimanna að hreinræktuðum músum
sem voru afar feitlagnar. Douglas Cole-
man, við Jackson Laboratory í Bar Harbor,
Maine í Bandaríkjunum, tengdi saman
tvær mýs, aðra af fitubollustofninum og
hina eðlilega, svo úr urðu einskonar gervi-
síamstvíburar. Sama blóðið rann um æðar
beggja. Feita músin fór snarlega að leggja
af og Coleman ályktaði að eitthvert öflugt
boðefni frá hinni músinni hefði breytt
matarlyst hennar og efnaskiptum. En því
miður var efnið ekki í því magni að unnt
væri með þeirra tíma aðferðum að einangra
það.
Þekkt er eitt gen sem stýrir því hvort mýs
hlaupa í spik eða halda eðlilegum holdum.
Feitu mýsnar eru arfhreinar um afbrigði-
legt, stökkbreytt gen, ob (fyrir obese,
feitur). Aðrar mýs hafa í frumum sínum
samsvarandi, eðlilegt gen, Ob.
Með aðferðum erfðatækninnar tókst ný-
lega að finna Ofo-gensætið og koma eðli-
lega geninu fyrir í litningi gerils. Hann var
svo ræktaður og látinn framleiða hið eftir-
sótta efni, sem reyndist vera prótín og fékk
nafnið leptín, eftir grísku orði, leptos, sem
þýðir grannur. Þegar nýfundna efninu var
sprautað í feitar mýs fóru þær strax að
leggja af. Arangurinn hefur fengist stað-
festur á þremur rannsóknastofum.
Frá þessu var skýrt í bandaríska tímarit-
inu Science 28. júlí sl. Höfundar skýrsl-
unnar eru dr. Jeffrey Friedman og sam-
starfsmenn hans við Howard Hughes
Medical Institute og Rockefeller Univer-
sity í New York, en þeir hafa verið forvíg-
ismenn í rannsóknunum er leiddu til þess
að efnið var einangrað.
Venjulegir megrunarkúrar eyða ekki að-
eins fitu. Þeir ganga líka á prótín, til dæmis
í vöðvum. Leptín ræðst hins vegar einungis
á fituna og þegar mýsnar hafa náð eðlilegri
líkamsþyngd hætta þær að léttast. Einnig
er frá því skýrt að ekki aðeins mýs sem
fitni vegna erfðagalla njóti góðs af leptín-
sprautum. Eðlilegar mýs, sem vísinda-
menn höfðu ofalið, megruðust líka.
Genið er aðeins virkt í fitufrumum. Eftir
því sem þær verða fleiri og stærri mynda
þær meira leptín sem vinnur gegn frekari
fitusöfnun og stuðlar að bruna umframfitu.
Mýs, arfhreinar um stökkbreytta genið ob,
mynda þetta efni ekki og hafa því engan
hemil á fitunni.
Ljóst er að gen sem mjög líkist Ob-
geninu í músum er í frumum manna, og
trúlega verður holdafarsvandi sumra
manna að einhverju leyti rakinn til stökk-
breytingar á því.
Erfðatæknifyrirtækið Amgen greiddi
Rockefellerháskóla 20 milljón dali fyrir
einkaleyfi til að framleiða efni unnin með
hjálp Oh-gensins, og lyfjaframleiðendur
fylgjast með framvindu málsins af athygli.
Enn er samt mörgum spurningum ósvarað
og þess er ekki að vænta að tilraunir á
mönnum verði strax leyfðar. Þegar og ef
294