Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 5
5.-6. HEFTI SAMVINNAN og sjálfsákvörðunarrétti, sem þeir vildu krefja sér til handa um málefni Suðurjóta. Tóku Danir nú í fyrsta sinn að sækja á í því skyni að auka rétt íslendinga í sambýlinu. Sendu Danir, vorið 1918, fjóra kunna og á- hrifamikla stjórnmálamenn til R^ykjavíkur til að ná samkomulagi um sambandsmál þjóðanna, sem legið hafði í salti síðan íslendingar lýstu yfir 1908, að þeir vildu ekki vera hluti af veldi Danakonungs. Alþingi valdi af sinni hálfu fjóra menn til að taka þátt í samningunum við fulltrúa Dana. Var nú allt hægra um vik heldur en 1908. Gengu Danir að því, að ísland yrði talið sjálfstætt ríki, hliðstætt Danmörku, en skyldi hafa sama konung og nokkur málefni sameig- inleg um 25 ára skeið. Var það fyrst og fremst sam- eiginlegur þegnréttur, en því fylgdi réttur danskra manna til að reka hvers konar atvinnu á íslandi við sömu skilyrði eins og landsmenn sjálfir. Ennfremur strandgæzlu og meðferð utanríkismála. Eftir aldar- fjórðungsbil gat hvor þjóðin fyrir sig sagt upp þess- um sáttmála og fellt hann úr gildi, ef mjög stór meiri- hluti borgaranna í landinu var því fylgjandi. Hér höfðu íslendingar náð því takmarki að njóta í orði kveðnu jafnréttis við Dani, og að land þeirra var kallað ríki. En í raun og veru hafði heimflutning- ur yfirstjórnar íslandsmála 1904 verið miklu þýðing- armeiri atburður fyrir framfarir landsins. Þrátt fyrir sáttmálann frá 1918 laut ísland sama konungi eins og Danmörk, en það þýddi í augum erlendra manna sama og að ísland væri einskonar hjálenda stærri og ríkari þjóðarinnar. Sameiginlegi þegnrétturinn gaf Dönum stórkostlegt áhrifavald, ef þeir hefðu notað sér þá að- stöðu í hlutfalli við auð og fólksfjölda. Strandgæzla Dana við ísland var að öllum jafnaði hjáverkakennd og á miðjum samningstímanum höfðu íslendingar tekiö nana í sínar hendur að langmestu leyti. Með- ferð utanríkismálanna fór að því leyti vel í höndum Dana, að starfslið þeirra erlendis reyndi eftir föngum að verða íslandi til gagns. En mestallan samnings- tímann voru það viðskiptanefndir frá íslandi, sem undirbjuggu og gengu efnislega frá öllum viðskipta- samningum við aðrar þjóðir, þó að sendiherrar Dana undirrituðu stundum samningana að síðustu fyrir ís- lands hönd. Kristján X. kallaði sig nú konung ís- lands, þegar hann sinnti málefnum íslendinga. Hann fór vel og réttlátlega með vald sitt, sem konungur í þingræðislandi. En hann kynntist aldrei íslenzku þjóðinni öðru vísi en sem danskur gestur, með hugs- unarhætti Stór-Dana. En þrátt fyrir þessa annmarka við sáttmálann og skipulagið, hafði mikið áunnizt. ísland var fræðilega viðurkennt sem ríki. Danir breyttu að verulegu leyti um viðhorf, og létu minna en fyr bera á yfirþjóðarskoðunum sínum. Erlendar þjóðir byrjuðu lítillega að gera sér grein fyrir því, að íslend- ingar væru sérstök þjóð, sem vildi ráða sjálf sínum eigin málum. Auk þess var þessi 25 ára tími dýrmæt reynslustund. Þjóðin tók miklum og margháttuðum framförum og byrjaði að treysta á að hún gæti, þrátt fyrir fámennið, staðið á eigin fótum. Fyrstu árin eftir að fyrra stríðinu lauk, var íslenzka þjóðin mjög önnum kafin við umbótabaráttuna, og lagði á yfirborðinu til hliðar deilur við Dani, og það því fremur, sem sambúð þjóðanna var nálega á- rekstralaus. Árið 1928 lýstu fulltrúar allra þáverandi þingflokka yfir, að þeir vildu nota uppsagnaratriði sambandslaganna og taka utanríkismálin algerlega í hendur íslendinga. Fulltrúi Alþýðuflokksins gekk það langt, að hann taldi flokk sinn vilja algeran skilnað við Dani og köma á lýðveldi. Nú liðu níu ár, og var sambandsmálið lítið rætt fyrr en á Alþingi 1937. Þá var málið tekið fyrir og byrjað, einkum í utanríkisnefnd, að vinna að undirbúningi fullkominna sambandsslita. Stóðu þingmenn borg- araflokkanna þriggja að þessum samtökum. Þó kom brátt í ljós, að skilningur manna í þessu efni var ekki svo glöggur sem skyldi. Sveinn Björnsson, sendiherra landsins í Kaupmannahöfn, lagði í útvarpsræðu frá Danmörku áherslu á erfðarétt Danakonungs til ís- lands, og að sáttmálinn frá 1918 næði ekki til kon- ungsættarinnar. Þetta vissu allir en var tekið sem á- róður móti skilnaði. Skömmu síðar hélt sendiherrann útvarpsræðu í Reykjavík og taldi íslendinga bundna við konung með erfðahyllingunum, jafnvel með gerðum Kópavogsfundarins. Hafði enginn maður áð- ur, hvorki innlendur né útlendur, gengið svo langt að rökstyðja réttmæti dansks konungsvalds á íslandi með nauðungareiðunum í Kópavogi. Ég mótmæli skoðun sendiherrans í grein um málið, og reyndi hvorki hann eða aðrir að verja Kópavogskenninguna. En þessar orðræður sendiherra, og orð, sem féllu við og við frá vörum stjórnmálamanna, sem umgengust konung og danska stjórnmálamenn um þær mundir, gáfu ástæðu til grunsemda um að þjóðleg vakning þyrfti að gerast í landinu, ef vel ætti að fara, þegar samningstíminn rann út. Sérstaklega vakti það eftirtekt, þegar einn nokkuð kunnur stjórnmálamaður hélt því fram, að sáttmálinn við Danmörku yrði endurnýjaður með litlum breytingum. Eins og síðar kom fram, var þjóðin um þessar mundir tvískipt í málinu. Eldri kynslóðin, landvarnar- menn, skilnaðarmenn frá 1908, ungmennafélagar og megnið af úrvalsliði samvinnumanna, var eindregið með skilnaði og áleit það óhjákvæmilega nauðsyn. Aftur á móti var töluvert af fólki, sem náð hafði 137

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.