Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 41
5.-6. HEFTI SAMVINNAN legar og bréflegar, bæði af embættismönnum og ein- stökum mönnum." Flutningsmaður ætlaðist til, að hlutfallskosin þing- nefnd fengi rétt rannsóknardómara til að kveðja fyrir sig til rannasóknar og yfirheyrslu, sem sakborninga, opinbera starfsmenn og alla þá einstaklinga, sem fást við mjólkurframleiðslu í landinu. Má telja sennilegt, ef farið hefði verið eftir orðanna hljóðan, myndi hafa mátt til að kalla á sakborningabekk, sam- kvæmt ósk G Th., allt að því helming íslenzku þjóð- arinnar. Mætti segja, að ekki var beðið um lítið, og að mikils þótti við þurfa um yfirboðið til að standa ekki að baki kommúnistum í yfirboði um fjandskap við bændur og félagsskap þeirra. Það mætti rita langa ritgerð um hina háðulegu fávísi og framhleypni, sem kemur fram í þessari til- lögu. Þar er gert ráð fyrir, að setja þurfi stórfellda rannsóknarnefnd á mjólkurframleiðendur, sérstaklega þá, sem búa á landinu sunnan og vestan heiðar. En þessir menn hafa með frjálsum félagsskap komið málum sínum í það horf, að þeir flytja daglega til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar neyzlumjólk úr átta sýslum. Hér er mjólkin flutt úr mikilli fjarlægð, eftir misjöfnum vegum, yfir fjallgarða og firði til Reykja- víkur. Þar er mjólkin hreinsuð í þeirri vinnslustöð, sem þótt hafði óaðfinnanleg meðan mjólkursamsalan var ekki til. Síðan er mjólkinni dreift til fjölmargra búða í Reykjavík og Hafnarfirði þannig, að mjög er ólíkt erfiði neytandans að ná mjólkinni úr sölubúð, svo að segja við húsdyr sínar, eða framleiðandans, sem annast hinn langa og erfiða flutning vörunnar, hreinsun hennar og dreifingu. Gunnar Thoroddsen er bæjarfulltrúi í Reykjavík, og hefur verið það um nokkurra ára skeið. Þar hefur hann og skoðanabræður hans í viðskiptamálum, haft gott verkefni til að sýna skipulagshæfileika sína og löngun til að bæta úr réttmætum þörfum bæjarbúa. Nýr fiskur er mesta neyzluvaran í Reykjavík. En þar gengur allt á tréfótum. Bæinn vantar fisk dögum og stundm vikum saman. Fiskurinn er fluttur eftir- litslaust úr allfjarlægum verstöðvum. í stað þess að Reykjavík ætti að hafa á boðstólum handa sínum í- búum betri neyzlufisk en nokkur önnur höfuðborg í veröldinni, sökum hinnar ágætu aðstöðu til fiski- miðanna og röskleika íslenzkra sjómanna, þá má heita, að þessi þáttur í vöruaðdráttum Reykvíkinga sé í fullkominni vanhirðu og niðurlægingu. Ýmsir röskir menn reyna, undir hinum erfiðustu kringum- stæðum, að hafa á boðstólum góðan fisk til daglegrar neyzlu. En þeir hafa engan stuðning fengið frá bæj- arfélaginu. Og enga uppörvun, sem nokkurs er met- andi, til að koma fisksölumalum bæjarins í gott horf: Ef borið er saman skipulag mjólkurmálanna í Reykja- vík og vanstjórn fisksölumálanna á vegum bæjarins, þá er munurinn jafn glöggur og á degi og nótt. Það skorti gersamlega grundvöll undir sókn af hendi Gunnars Thoroddsens í þessu máli. Vangæzlan í fisk- sölumálinu sýndi, að hér var ekki um að ræða einlæg- an umbótaáhuga, heldur að tillaga hans var pólit- ískt ofsóknarmál, hliðstætt sókn kommúnista á hend- ur bændum, enda var hreyfingin þaðan komin. Umkvartanir neytanda í Reykjavík og Hafnarfirði voru að því leyti ósanngjarnar, að Samsalan bauð neytendum í þessum bæjum betra skipulag í mjólkur- málinu heldur en þeir höfðu áður, og betra en fyrir- komulag þeirra á fisksölunni. Samsalan er svo vel rekin undir stjórn Halldórs Eiríkssonar, að vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur í Reykjavík er minni á hvern lítra en í nokkurri annarri borg í nálægum löndum. Mjólkurskortur er nokkur á vissum tímum árs, en til er líka grasskortur. Skortur á þurrki um heyannatímann, skortur á vinnukrafti, þegar óeðli- leg aðsókn er að stundarvinnu í stærstu kaupstöðum. Allt eru þetta óviðráðanlegar ástæður í mjólkurmál- unum. Hinu verður ekki neitað, að þegar bændur leggja stund á að koma daglega mjólk til Reykjavíkur, vestan úr Staðarsveit og austan úr Mýrdal, og úr öll- um sveitum sem nær liggja, þá er sannarlega ósann- gjarnt að áfella bændur fyrir mjólkurskort í höfuð- staðnum.Ásakanir GunnarsThoroddsens í garð bænda, út af vöntun á skyri, rjóma og mjólk, voru bergmál af menningarleysi og tilefnislausum þótta hinna ný- ríku oflátunga í höfuðstaðnum. Það fólk, sem kvartaði um vöntun á skyri og rjóma í Reykjavík hefði átt að leggja á sig um eins eða tveggja ára skeið erfiði þeirra karla og kvenna, sem störfuðu að mjólkurframleiðsl- unni undir þeim kringumstæðum, sem þá voru fyrir hendi. í ályktun sinni kom Gunnar Thoroddsen að setu- liðinu og og mjólkurkaupum þess. Fyrst var það talið opinbert rannsóknarefni, hve mikið mjólkurmagn setuliðið fengi, en jafnframt talað með ugg og kvíða um þann tíma, þegar setuliðið væri hætt að kaupa mjólk á íslandi. Á þessum vettvangi fékk Gunnar Thoroddsen nýja bandamenn. Alþýðuflokksmenn vildu ekki láta þetta einstæða færi ganga úr greipum sér til að sýna umhyggju sína fyrir velferð mjólkur- kaupenda í Reykjavík og Hafnarfirði. Tveir af rösk- ustu þingmönnum Alþýðuflokksins, Emil Jónsson og Haraldur Guðmundsson, sem báðir höfðu verið stuðn- ingsmenn mjólkurskipulagsins 1934 og næstu ár á eftir, fluttu nú þingsályktun svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að að hlutast til um að sala á mjólk til setuliðsins verði stöðvuð, meðan skortur er á neyzlumjólk í Reykjavík og Hafnarfirði“. Allt umtal blaða og þingmanna um of mikla mjólk- ursölu til setuliðsins, voru orð í ótíma töluð. Setulið Breta og Bandaríkjamanna hafði varið ísland fyrir örlögum tveggja náskyldustu frændþjóðanna. Her Bandaríkjanna var hér auk þess með sérstökum landvarnarsamningi við íslendinga. _Það var sú minnsta viðurkenning í verki frá hálfu íslendinga, að selja hernum nokkuð af þeirri neyzluvöru, sem ekki verður flutt ný langar leiðir. Auk þess hafði yfirmað- ur hersins gætt ýtrustu varasemi í þessu efni, enga mjólk keypt nema fyrir tilmæli íslenzkra stjórnar- valda, og þá helzt handa sjúklingum í sjúkrahúsum sínum. Herforingi Bandaríkjamanna hafði margsinn- is tekið fram, að hann vildi að liðsmenn sínir fengju ekki mjólk, nema þá sem bagalaust var fyrir íslend- inga að missa. Frá hálfu herforingjans var um að ræða nærgætni og kurteisi, sem mjög bar af. Frá hálfu 173

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.