Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Síða 35

Samvinnan - 01.06.1944, Síða 35
5.-6. HEFTI SAMVINNAN hvenær næsti bylur kynni að skella á, og hún varð að draga að sér eldsneyti fyrst af öllu. Hún mokaði snjóinn af heystökkunum hjá hlöðunni, brá reipi um stór heyhneppi og dró þau hvert af öðru heim í kof- ann. Þegar hún skvetti út vatninu, sem hún hafði þvegið sér um hendurnar í, tók hún eftir því, að vatns- droparnir buldu sem högl á snjóskaranum. Þeir höfðu frosið í loftinu. Henni varð hverft við, og varð litið í spegilinn. Nefið á henni og eyrun voru náhvít, og hún varð að nudda þau með snjó, unz þau þiðnuðu og sögðu til sín með svíðandi sársauka. Þegar kom fram í nóvembermánuð gengu hríðar- byljir slag í slag. Þá dagana, sem hún varð að híma innan veggja, vöðlaði hún heyvöndla og stakk í eld- inn. Meðan hún matseldaði og gerði hreint, brá hún upp ljósi. Tímum saman lék hún við drenginn. Hann var nú farinn að þroskast, gat setzt upp sjálfur og skriðið. Hann skemmti sér við að horfa á ljósrákirnar frá eldinum og klappaði saman lófunum til að láta í ljós ánægju sína. Þannig leið einn dagurinn af öðr- um og lífið gekk sinn vanagang í kofanum. Kaldir stormar og mjallrok gnauðuðu um kofaþekjuna, en náðu ekki að granda lífinu og lífsviljanum, sem inni fyrir bjó. Svo dundi á sjö daga hríðin. Karólína átti nóg til þriggja daga, og hafði aldrei orðið fyrir því, að bylj- irnir stæðu lengur í senn. Þriðja daginn fór hún að spara heyið, en brá sér þó hvergi. Fjórða daginn varð hún að brjóta í sundur kassa til að brenna. Fimmta daginn brenndi hún hinum kassanum, sem til var. Þá voru bekkirnir og borðið eftir, en hún hafði skilið exina eftir úti í hlöðu. Þegar eldsglóðin kulnaði út, varð niðamyrkur. Hún vissi ekkert hvað tímanum leið, hafði enga hugmynd um, hvort nótt væri eða dagur. Með því að hnipra sig saman í rúminu gat hún haldið nokkurn veginn hita á sér og barninu um sinn. Hún varð að láta bekkina og borðið eiga sig. Það gat hún ekki brotið með ber- um höndunum. Það var ekki um annað að gera en brenna vöggunni. En hún kveið því að þurfa að grípa svona fljótt til hennar. Sjöunda daginn mölvaði hún vögguna og pírði henni í eldinn. Hún hitaði te og sauð kartöflur við höfða- fjölina, sem Karl hafði skorið út. Svo muldi hún kartöflu í ögn af heitu vatni og mataði drenginn á því. Svo slökkti hún ljósið og lagðist fyrir hjá honum, undir öllum þeim rúmfatnaði, sem til var. Hún vaknaði við breytingu á veðurgnýnum. Ekki vissi hún, hvort heldur var nótt eða dagur, en þegar hún opnaði rifu á dyrunum, sá hún, að vindur var hvass norðan með miklum skafrenningi. En snjórinn þyrlaðist ekki upp, — bylurinn var um garð genginn. Þegar morgna tók, sá hún í gegnum sólglampann í skafrenningnum hóp nautgripa hinum megin við gilið. Skepnurnar stóðu þar á höm og drúptu höfði, hreyfingarlausar og úrræðalausar í heljargreipum frostnæðingsins. Karólína hugsaði með skelfingu til heystakkanna. Þeir voru nú í hvarfi handan við gil- barminn, en jafnskjótt og hópurinn færi á kreik og yfir gilið, mundi hann ráðast að heyinu og gera hana eldiviðarlausa. Hún fór i yfirhöfn sína og tók skammbyssu í hönd. Það var þýðingarlaust að ætla sér að verja heyið með heykvísl eða exi að vopni gegn hungraðri nautahjörð. Hún treystist heldur ekki til að ganga á móti þeim, ef þau ryddust fram í þvögu. Eina ráðið var að stugga við þeim með skothríð, og ef það dygði ekki til gat hún leitað hælis í hlöðunni. Ef eldsneytið færi for- görðum......... Skepnurnar hreyfðu sig ekki. Skyldu þær vera dauðar? Nei, það stóð hvít stroka út úr nösum þeirra. Hún óð snjóinn í hné ofan gilbarminn og yfir læk- inn. Hún hélt áfram í 10 metra færi við þær, 5 metra, 2 metra. — Þau lyftu ekki einu sinni hausnum. Þá sá hún, að klakabrynja hafði myndast yfir augu þeirra og gagnaugu. Andgufuna hafði lagt upp á við, meðan þau þrömmuðu gegn verðinu, orðið að klaka og blind- að þau. Karólína varð gripin af óstjórnlegri meðaunkvun við þessa sýn, svo að hún tók undir sig stökk í ófærð- inni og braut klakabrynjuna af hausnum á því naut- inu, sem hún náði fyrst til. Boli rak upp öskur og hljóp út undan sér lafhræddur. Svo drattaðist hann aftur til félaga sinna og baulaði langt og ámátlega. Karólína sá í hendi sér, hvað hún yrði að gera. Hún hugsaði til barnsins, sem hún varð að hafa á brjósti. Hún gekk að einum bolakálfinum, setti skammbyssuna að enni hans, lokaði augunum og hleypti af. Þegar hún opnaði augun, lá kálfurinn dauður við fætur henni. Úr sárinu dreyrði aðeins ör- lítið blóð, er fraus jafnharðan. Ef til vill hafði það verið góðverk að stytta honum aldur. Þá datt henni allt í einu í hug, að þarna gæti hún náð sér í kú. Því ekki það? Ef hún tæki hana ekki væri vísast að hún dæi úr hor og hungri. Eignast kú! Fá mjólk handa drengnum. Skyldi Karl ekki verða hissa, þegar hann kæmi? Hún kafaði snjóinn inn í miðjan hópinn, þar sem hún vissi, að kvígurnar mundu vera. Þar var rauð kvíga, ómörkuð í sæmilegum hold- um. Hana merkti Karólína sér. Svo baksaði hún heim í hlöðu eftir kaðalspotta. Það var komið undir sólsetur, þegar henni tókst loks að tosa kvígunni, blindaðri út úr þvögunni. Hún vildi halda sig að hópnum, og Karólína varð að taka á allri sinni orku og þolinmæði til að mjaka henni yfir gilið, upp gilbarminn og inn í hlöðuna. Þar setti hún hey í jötu og svipti klakabrynjunni frá augum kvíg- unnar. Síðan sneri hún aftur með öxina og bandið yfir til nautahópsins. Hún hjó ganglimina af kálfinum, sem hún hafði skotið, og batt þá saman. Þótt hún væri orðin örmagna af þreytu, staulaðist hún frá einni skepnunni til annarrar og reif af þeim klakahjálm- inn. Þær tóku viðbragð og röltu af stað út í buskann. Karólína hafði gert það ,sem hún gat, til að bjarga þeim. Henni fannst sem hún hefði unnið til kvíg- unnar sinnar. Um kvöldið steikti hún sér ket, og ilmurinn fyllti loftið. Hún minntist þess, að heyið, sem kvígan fékk, var allt snjóbarið, svo að hún hlaut að hafa nóg að eta og drekka. Og Karólínu fannst þetta hafa verið blessunarríkur dagur. Tvo ganglimi hafði hún grafið í fönn úti fyrir kofanum, svo að þeir geymdust þar. Þegar hún kom út í hlöðu daginn eftir,másaði kvíg- 167

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.