Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 4
SAMVINNAN 5. HEFTI Nú liðu þrjátíu ár, frá 1874 til 1904. Stjórn Dana neitaði öllum málaleitunum íslendinga um aukna heimastjórn. Alþingi reyndi hvað eftir annað, undir forustu Benedikts Sveinssonar sýslumanns, föður Ein- ars skálds Benediktssonar, að fá stjórnina flutta inn í landið. En það var líkt og að berja harðan klettinn. Mikinn hluta þessa tímabils sat að völdum í Dan- mörku einræðisstjórn, sem virti vilja dönsku þjóðar- innar jafn lítið og óskir íslendinga. En þó að sjálfstjórrí íslendinga, sem þjóðin hlaut 1874, væri ærið takmörkuð, þá brá nú svo við, að stór- felld breyting varð á högum þjóðarinnar. Hvarvetna í landinu byrjuðu margháttaðar framfarir, og íslend- ingar eignuðust marga þýðingarmikla brautryðjendur á nálega öllum sviðum þjóðlífsins. Það var eins og forusta landsmannanna sjálfra um þjóðmálin hefði sömu áhrif á lífshætti fólks í landinu og sunnanblær og regn á gróðurinn á heitum vordögum. Um og eftir aldamótin 1900 hófst ný vakningaralda í landinu, sem náði þegar í byrjun til fleiri manna heldur en hin fyrsta þjóðernishrifning eftir 1830, enda voru nú ástæður allt aðrar og betri til þjóðlegrar sóknar. Þá voru uppi með íslendingum mörg góðskáld svo sem Einar Benediktsson, Hannes Hafstein, Guð- mundur Guðmundsson, Guðmundur Friðjónsson, Guð- mundur Magnússon, Sigurður Jónsson á Arnarvatni, Stephan G. Stephansson og Þorsteinn Erlingsson auk margra annarra minna kunnra, sem allir ortu þjóðleg hvatningarljóð. Einar Benediktsson og Þorbjörg Sveinsdóttir föðursystir hans tóku upp íslenzkan fána, Hvítbláinn, sem fékk þegar mikið fylgi. Lítill hópur ungra áhugamanna, er nefndu sig landvarnaflokk, gerðu harðar -kröfur um að stjórn íslenzkra mála yrði flutt frá Danmörku til íslands. Árið 1905 skildu Norð- menn við Svía. Sá atburður hafði geysimikil áhrif á íslenzku þjóðina, því að nú fóru hinir framsýnustu menn að eygja þann möguleika, að ísland gæti skilið við Danmörku og orðið þjóðveldi að nýju. Guðmund- ur Hannesson, þá læknir á Akureyri, ritaði bækling um þetta efni, er hann nefndi Afturelding. Leitaðist hann við að leiða rök að því, að íslendingar gætu skilið við Dani og haft efni og andlegan mátt til að mynda sjálfstætt og óháð ríki. En í skilnaðarmálinu munaði mest um ungmennafélögin. Sú hreyfing barst frá Noregi, og var Jóhannes Jósefsson, sem síðar reisti Hótel Borg, forgöngumaður um stofnun fyrsta félags- ins á Akureyri. Ungmennafélögin settu sér það mark- mið að endurvekja frelsisþrá þjóðarinnar, rækta fólk- ið og landið, klæða fjöllin og hinar miklu auðnir í byggðum landsins skógi eins og verið hafði í fornöld, og breyta á hliðstæðan hátt lífskjörum og menningu fólksins. Hér var stefnt hátt, og um sumt hærra en auðvelt var að framkvæma. En æskan í landinu var móttækileg fyrir háar hugsjónir og ungmennafélags- hreyfingin barst, ef svo má segja, eins og eldur í sinu um land allt, jafnt um sveitir, kauptún og kaupstaði. Þá um stund voru öflugustu félögin í Reykjavík og á Akureyri. En þegar tímar liðu fram, áttu ungmenna- félögin erfitt uppdráttar í stærri bæjunum en hafa haldið áhrifum og góðu gengi í flestum sveitum lands- ins. Fánahreyfingin, skilnaðarhreyfingin og hin víð- tæka þjóðlega vakning varð fyrst almenn og voldug í landinu við starfsemi ungmennafélaganna. En mitt í þessari þjóðlegu hrifningu hafði gerzt sá sögulegi at- burður, að Danir höfð sætt sig við að stjórn íslenzkra mála flyttist frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Varð sá atburður í ársbyrjun 1904. Skáldið og stjórn- málamaðurinn Hannes Hafstein varð fyrstur íslend- inga ráðherra fyrir sína þjóð. Sópaði mikið að honum í þeim sessi. Hann var glæsimenni mikið, gott skáld, djarfur hugsjónamaður, en þó varfærinn. Stýrði hann landinu um fjögra ára skeið með miklum skörungs- skap. Þótti nú mjög bregða við, þegar íslenzkur hús- bóndi var á heimilinu til samstarfs við Alþingi og þjóðina alla. Urðu nú framfarir í landinu miklu stór- stígari heldur en áður voru dæmi til, og hefir sú þró- un haldið áfram síðan þessi breyting varð á högum þjóðarinnar. Stj órnskipunarmálið var ekki útkljáð með því, þó að íslenzkur ráðherra starfaði nú með íslenzku stjórnarráði í Reykjavík. Enn var eftir að ákveða af- stöðu íslánds til Danmerkur. Haustið 1908 var kosið hér á landi um það, hvort íslenzka þjóðin vildi gera eins konar Nýja sáttmála um að ísland væri frjálst land í veldi Danakonungs. Mikill meirihluti þjóðar- innar reis öndverður gegn þessari tillögu. Því að nú hafði vaknað sú von í hugum æskunnar og margra hinna eldri manna, að íslendingar gætu skilið til fulls við Dani og endurreist þjóðveldið. Var tilboð Dana fellt með miklum atkvæðamun. Sjálfstæðismálið var nú komið á nýtt stig. íslendingar sættu sig ekki við neitt lægra takmark en að rjúfa öll stjórnarfars- leg sambönd við Danmörku. En Danir tóku öllum þess háttar málaleitunum þverlega fyrst um sinn. Leið svo til loka ófriðarins mikla. Þegar sýnilegt var í ársbyrj- un 1918, að Þjóðverjar myndu verða undir í styrjöld- inni, þótti dönskum stjórnmálamönnum sennilegt, að Danir gætu endurheimt hin dönsku héruð í Suður- jótlandi, sem Þjóðverjar höfðu af þeim tekið 1864. En framsýnum Dönum var það ljóst, að ef þeir ættu að endurheimta Suðurjótland á friðarráðstefnunni, af því að fólkið, sem þar bjó, vildi vera danskt, þá stóðu þeir illa að vígi með sókn þess máls, ef þeir ættu í styrjöld við íslendinga og héldu fyrir þeim því frelsi 136

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.