Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 34
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI Ungur maður kom í þessum svifum út úr birgða- skemmunni. Hann reyndi að taka ofan, þótt hann væri með fullt fangið af bögglum, en tókst hálf- klaufalega. „Góðan dag, frú! Þú fekkst bréfið með skilum?“ — Þetta var ungi maðurinn kurteisi, sem hún hafði hlaupið í veg fyrir úti á sléttunni þarna á dögunum. „Sæll vert þú,“ sagði hún. „Jú, ég fékk það, þakka þér fyrir.“ „Ég spurði eftir því, en þeir sögðu, að Byssu-Pétur hefði tekið það.“ „Átt þú þennan vagn með hestunum fyrir?“ spurði Karólína. „Víst á ég þá,“ sagði hann hreykinn. „Þú veizt, hvar ég á heima. Viltu flytja mig þangað, ef ég borga þér einn dal fyrir?“ „Það máttu reiða þig á.“ Svensson reyndi að beita myndugleik sínum sem karlmaður. Hann sagðist bera ábyrgð gagnvart Karli á því, að hún færi sér ekki að voða. Hún skyldi halda áfram með þeim til Minnesota. En Karólína vildi ekki heyra slíkt nefnt. Hún vildi komast heim, hvað sem öllu öðru liði. Hún keypti með mikilli forsjálni nauðsynjar til vetrarins. Svo þakkaði hún Svensonshjónunum hjart- anlega fyrir allt, sem þau höfðu fyrir hana gert. Hún vissi, að hún mundi aldrei sjá þau framar. Hún kyssti frú Svenson eins og hún hafði kysst systur sínar, þeg- ar hún fór að heiman fyrir fullt og allt og hóf land- námsferðina með Karli. Svo fór hún á fleygiferð heimleiðis eftir sléttunni miklu. Hinir fóthvötu, svörtu gæðingar fyrir vagn- inum þutu áfram með flaxandi föxum og glymjandi hófaskellum. Við hlið hennar sat ungur, bráðókunnur maður. Hressandi blærinn lék um kinnar hennar. — Þannig endaði þessi langi og viðburðaríki dagur. Þegar heim kom, bar ungi maðurinn dótið hennar inn og sótti vatn í fötu úr brunninum. Karólína þakk- aði honum hjálpina og fékk honum dalinn. „Það liggur við, að mér sé illa við að skilja þig hér aleina eftir, en ég býst við að þér sé óhætt hér fyrst um sinn, meðan veðrið er svona gott. Hvenær kemur maðurinn þinn heim?“ „Ég veit það ekki fyrir 'víst.“ „Þú hefur byssu og kannt að fara með hana?“ „Já.“ „Sennilega þarftu ekki á henni að halda, en það er þó alltaf vissara. Ég ætla að aka hér út eftir á sunnudaginn kemur með stúlkuna mína — það er kennslukonan — ef veðrið verður gott. Jæja, vertu sæl á meðan.“ Og svo var hann farinn. í vikunni skrifaði hún Karli langt bréf. Hún vildi ekki gera hann kvíðinn með því að segja honum frá brottför Svensonshjónanna. Hún skrifaði honum, að hún elskaði hann, að drengurinn væri að taka tönn og svo sagði hún honum frá heyskapnum með Svenson. Peningarnir, sem hann hefði sent, væru alveg nægi- legir handa sér. Hún og drengurinn væru við beztu heilsu og vanhagaði ekki um neitt. Svensonshjónin væru gæðin sjálf, og allt væri í bezta lagi undir vet- urinn. Og loks skrifaði hún af stakri varúð og með grannri nosturslegri rithönd þessa klausu: „Við eigum nú í erfiðleikum, eins og sakir standa, en við ættum ekki að setja það fyrir okkur, heldur hugsa irm framtíðina. Það hefur aldrei verið auð- gert verk að byggja nýtt land, en það er samt miklu auðveldara fyrir okkur, — sem höfum margvísleg þægindi og hjálpargögn, svo sem steinolíu, eldavél, jafnvel járnbrautir og pósthús, — en það var fyrir forfeður okkar. Ég trúi því og treysti, að við megum lifa það, eins og foreldrar okkar hafa gert, að sjá velmegun fara vaxandi og verða meiri en nokkru sinni þekktist á umliðnum tímum. Og þá munum við minnast þess með ánægju, að við höfum ekki til einskis barizt á þessum þrengingartímum.“ Hún bjó um bréfið, skrifaði utan á það og innsigl- aði, — en það var aldrei sent. Það lá allan veturinn á milli blaða í biblíunni, því að veðrið breyttist skyndi- lega, svo að ungi maðurinn og stúlkan hans gátu ekki komið. Á laugardagsmorgun var milt sem á vordegi. Um kvöldið dró upp myrkan kólgubakka í norðvestri, og illsvitandi skýjahrannir breiddust um loftið á skammri stund. Þá — eins og hendi væri veifað — skall bylurinn á með ýskrandi veðurhvin. í þrjá daga og nætur samfleytt fór óveðrið ham- förum, og þegar Karólína opnaði dyrnar, sást varla út úr þeim fyrir iðandi skafhríð. Hún hafði ekki hug- mynd um, hve mikil frostharkan var. Þegar hún sá hríðarmökkinn nálgast, tók hún sig til og tróð sam- anvöðluðu heyi inn í kofann, eftir því sem rúm leyfði frekast. Það logaði vel, en var fljótt að fuðra upp. Það blæddi úr höndunum á henni, en hún hélt samt áfram að vefja vöndul eftir vöndul og stinga í ofn- inn. Henni tókst líka að halda kofanum hlýjum. Á hinum löngu rökkurstundum, — því að steinolíuna varð að spara, — lagði kynlegt geislaskin í alls konar kynjamyndum frá ofnhurðinni, sem var brotin, og Karólína fylltist óljósum geig og kvíða. Hvernig færi, ef barnið veiktist? Ef eitthvað yrði nú að Karli, svo að hann kæmi aldrei aftur! Ef úlfur skyldi ráðast skyndilega á hana, þegar hún kæmi út, — hvernig færi þá um barnið aleitt í kofanum? Að morgni hins fjórða dags var allt dottið í dúna- logn, þegar Karólína vaknaði. Hana tók í nasirnar af ísköldu loftinu, og rúmteppið var hrímað af andar- drætti hennar. Gráleita skímu lagði inn um glugg- ann. Hún kveikti á lampanum og fór að kveikja upp í eldstónni. Hún varð að leggjast af öllu afli á úti- hurðina til þesss að geta opnað hana. Hurðin gekk út og snjór hrundi inn yfir þröskuldinn. Sólarbirtan skar hana í augun. Sem snöggvast varð hún alveg blinduð. Endalaus glitrandi fannbreiðan undir heiðbláu him- inhvolfi endurvarpaði hinu kalda gliti sólarinnar. Hvergi sást hreyfing, ekkert, sem lífsanda dró. Ver- öldin var ekkert nema mjöll og sól og himinn, — hvorki kvik né dauð veröld, — en miskunnarlaus ver- öld, sem hvorki skeytti um líf né dauða. Karólína dró djúpt andann, tók sér skóflu í hönd og tók að moka snjóinn frá dyrunum. Fet fyrir fet ruddi hún braut í snjóinn til að ganga eftir. Slíkt hríðaráhlaup í októbermánuði virtist boða óvenjulegaa langan og strangan vetur. Hún vissi ekki 166

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.