Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 17
5.-6. HEFTI SAMVINNAN ÁGÍIST STEINGRÍMSSON: Hlið og hliðumbúnaður Feröist maður um byggðir landsins, má það heita tilviljun ein að sjá hlið, sem talizt getur sæmilegt. Venjulegast eru hliðin meira og minna sliguð eða brotin, grindin stirð á hjörunum og slapir svo mjög, að neðri brún hennar dregst við jörð. Oft er grind- in alls ekki á hjörunum, heldur hengd eða bundin við hliðstólpana. Hlið í þessu ástandi eru ljót. Þau eru tafsöm um- ferðar og ótrygg gegn ágangi gripa. Auk þessa endist timbur í slíkum hliðum aðeins skamma stund, þar sem grindurnar verða fyrir stöðugu og óþyrmilegu hnjaski. Tímafrekar lagfæringar hljóta því að vera tíðar. Mynd 1 sýnir hlið af algengri gerð. Fyrsti gallinn á þessu hliði er sá, að á milli efri enda hliðstólpanna vantar traustan planka, sem hef- ir það hlutverk að hindra stólpana frá því að geiga sundur eða saman að ofan. Stundum strengja menn vír milli stólpaendanna, en það gerir aðeins hálft gagn, þar sem vírinn kemur aðeins í veg fyrir að stólparnir gliðni. Hins vegar geta stólparnir auðveld- lega sigið saman vírsins vegna, en það hefur þær afleiðingar, að hliðgrindin nemur við jörð og verður illopnanleg. Annar gallinn er sá, að styrktarstrengurinn a er festur í efri brún hliðgrindarinnar, við b, en það þýð- ir að grindin hangir með meginþunga sinn í efsta borði grindarinnar, og er þaraf leiðandi hættara við bilun, heldur en ef strengurinn væri festur í d, eða neðsta borð grindarinnar. Festing strengsins við c er vanalegast á þann hátt, að vírnum er váfið utan um stólpann, eða honum er fest í lykkju. Sé hann vafinn um stólpann líður ekki á löngu, þar til hann jagast sundur við stólpann. Lykkja er betri en þó nuddast vírinn fljótlega í sund- ur, þar sem hin hreyfanlega grind hefur beint sam- band við óhreyfanlegan hliðstólpann. Mynd 2 sýnir hlið, þar sem reynt er að útiloka gall- ana frá hliðinu á mynd 1. í fyrsta lagi er plankinn e, sem heldur stólpanum í föstum skorðum að ofan. í öðru lagi hefur grindin ekkert samband við hliðstólpann nema við hjörina /, en sé hún vel smurð á núningurinn að verða hverf- andi. Strengnum g er fest í h þannig, að hann ber uppi grindina, í stað þess að hún hangi í honum, og í / er hann festur við grindina sjálfa í stað hliðstólpans. Með þessu móti verður engin núningsmótstaða í / og strengurinn ásamt grindinni eða f—h—j, verður ein styrk heild án sambands við stólpann, nema um hjör- ina við /. Eins og mynd 2 sýnir er gaflplanki (k) grindarinnar, sem að stólpanum veit, helmingi lengri en breidd sjálfrar grindarinnar. Gaflplanka þessum er fest að ofan með hjörinni við f(3. mynd), en að neðan er 149

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.