Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 22
5.-6. HEFTI Mannfjöldi á Þingvöllum 17. júní 1944 undir stjórn Jóns Halldórssonar, Sigurðar Þórðarsonar, Halls Þorleifssonar og Róberts Abraham. Þá flutti Benedikt Sveinsson fyrrv. forseti neðri deildar Alþingis, ræðu en þjóðkórinn undir stjórn Páls ísólfssonar söng ísl. ættjarðarljóð á eftir. Næst var hópsýning 170 fimleikamanna, undir stjórn Vignis Andréssonar, og var það svipmikil og glæsileg nýjung. Að því loknu flutti Brynjólfur Jóhannesson verðlauna- ljóð Huldu, og Jóhannes úr Kötlum verðlaunaljóð sitt. Íslandsglíman, sem átti þá að hefjast samkv. dagskrá, féll niður sökum rigningarinnar og þess, hve pallur- inn var háll. Töldu dómararnir ekki verjandi að láta glímuna fara fram við þau skilyrði. Þá féll einnig niður sýning tveggja fimleikaflokka, er áttu að vera síðar um kvöldið. Klukkan um hálf níu hófst dans á fimleikapallinum og var dansað þar um hríð. Há- tíðahöldunum á Þingvöllum lauk með veizlu í Valhöll, er forseti sameinaðs Alþingis hélt fyrir þingið og gesti þess. Laust fyrir kl. 11 fóru gestirnir til bæjarins. Hátíðahöldin í Reykjavík í Reykjavík hófust hátíðahöldin 18. júní kl. 1,30 með geysilega fjölmennri skrúðgöngu. Bærinn var allur fánum skreyttur, sérstaklega þær götur, sem skrúð- fylkingin fór um, svo og einstakar byggingar, svo sem Alþingishúsið, sem skreytt var með sortulyngi og þjóð- hátíðarmerkinu. Landsímahúsið var skreytt með skjaldarmerkjum sýslnanna og fjórðunganna auk mik- ils fjölda fána og veifna. Þá var Reykjavíkurapótek mikið prýtt flöggum, svo og stj órnarráðshúsið og menntaskólinn. Flaggstengur höfðu verið settar með- fram öllum þeim götum, sem skrúðfylkingin fór um og blöktu þar fánar við hún alla leiðina. Þátttakendur í skrúðfylkingunni söfnuðust saman við háskólann og á íþróttavellinum. Röðuðu félög og félagasambönd sér upp í fylkingar undir fána og sam- einuðust svo í eina fylkingarheild á gatnamótum Hringbrautar og Bjarkargötu. Fyrir fylkingunni, sem fór af stað svo að segja á slaginu hálf tvö, fór lögregla á mótorhjólum og á eftir þeim gekk fylking 24 lög- 154

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.